Fara í efni

Leiðbeinandi reglur um öryggismál

Nánari upplýsingar
Titill Leiðbeinandi reglur um öryggismál
Lýsing

Ferðamálastofa hefur gefið út leiðbeinandi reglur um öryggismál fyrir ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á afþreyingarferðir, þ.e. ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur. Tilgangur reglnanna er að mæta auknum öryggiskröfum til handhafa ferðaskipuleggjenda- og ferðaskrifstofuleyfa ásamt því að einfalda rekstraraðilum leit að þeim öryggiskröfum sem gerðar eru fyrir mismunandi tegundir ferða. Reglurnar eru unnar af starfshópi sem skipaður var fulltrúum frá Ferðamálastofu, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, Samtökum ferðaþjónustunnar og Félagi leiðsögumanna. Verkefni hópsins var að semja reglugerð um öryggismál innan ferðaþjónustunnar í tengslum við framlagt frumvarp um breytingar á lögum um skipan ferðamála. Þrátt fyrir að ekki hafi náðst að ljúka umfjöllun um frumvarpið á síðasta þingi (vor 2013), er ljóst að kröfur til ferðaþjónustufyrirtækja á þessu sviði munu aukast og því eru fyrirtæki eru hvött til að tileinka sér reglurnar sem fyrst.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Öryggismál
Útgáfuár 2013
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð öryggi, öryggismál, menntun, leiðbeiningar, öryggisreglur, landsbjörg, leiðbeiningar, fræðslurit