Fara í efni

Matka Helsinki

Íslandsstofa undirbýr nú verkefni í tengslum við MATKA ferðakaupstefnuna sem fer fram í Helsinki, Finnlandi dagana 18.- 21. janúar 2018.

Gerð hefur verið sú breyting að eingöngu verður skipulögð þátttaka Íslands á viðskiptatengda hlutanum. Felst það í þátttöku í Global Workshop vinnustofunni þar sem skipulagðir eru fundir með leiðandi erlendum ferðaskrifstofum. Vinnustofan fer fram miðvikudaginn 17. janúar en þangað koma að jafnaði um 200 kaupendur frá yfir 25 löndum. Einnig er fyrirhugað að vera með bás á MATKA Business Forum daginn eftir, fimmtudaginn 18. janúar. Viðburðinn sækja ferðaskrifstofur, flugfélög og hvatafyrirtæki frá Finnlandi og víðsvegar að úr heiminum.

Hér með könnum við áhuga aðila í ferðaþjónustu á þátttöku í Global Workshop og MATKA Business Forum.

Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Þorleif Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is eða Oddnýju Arnarsdóttur, oddny@islandsstofa.is eða í síma 511 4000, eigi síðar en 3. nóvember 2017.

Nánar á www.islandsstofa.is