Æsustaðafell og Reykjafell

Skemmtileg gönguleið þar sem gengið er upp á Æsustaðarfjall og Reykjafell. Gangan hentar velflestum en gengið er um 6 km hringleið.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Mosfellsbær
Upphafspunktur
64.171489, -21.632743
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Gangan upp á Æsustaðafjall og Reykjafell er þægileg gönguleið sem hentar vel til fjölskyldugöngu. Ekið er upp Mosfellsdal og beygt er til hægri á afleggjara merktum Hlaðgerðarkoti. Fljótlega er síðan aftur beygt til hægri inn að smáhýsabyggðinni í Skammadal. Ekið er spölkorn þar til komið er að litlu bílastæði en það er ekki sérstaklega merkt. Við hefjum gönguna á Æsustaðafjall, en það er lágreist 220 metra hátt og umlukið Helgafelli, Reykjafelli , Grímansfelli og Mosfelli. Fjær má sjá Lágafell og Úlfarsfell. Frá bílastæðinu má sjá greinilegan jeppaslóða upp fjallið sem gengið er eftir þar til komið er upp á toppinn. Hægt er að láta þetta nægja og ganga aftur niður tilbaka en leiðin að þessu sinni liggur áfram upp á Reykjafell sem liggur í beinu framhaldi eftir stikuðum slóða. Þegar komið er upp á toppinn á Reykjafelli þá er gengið áfram eftir stikaðri leið sem liggur niður í Skammadal meðfram smáhýsabyggð þangað til komið er aftur að bílastæðinu.