Bjarnarfoss
Bjarnarfoss á Snæfellsnesi er tignarlegur foss, ofan við Búðir, sem fellur fram af hamrabrún fyrir neðan Mælifell.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Vesturland, Snæfellsnesbær
Upphafspunktur
N 64°50.5621 W 023°24.2126
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
30 mínútur
Yfirborð
- Möl
- Blandað yfirborð
- Gras
Hættur
Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Fossinn, ásamt stuðlabergshömrum í kring, er á Náttúruminjaskrá og í brekkunum við fossinn er mikið blómgresi. Stórt bílastæði er fyrir neðan fossinn og góður göngustígur upp í brekkurnar undir fossinum. Áningastaðurinn við Bjarnarfoss hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2018.
Bjarnarfoss hefur verið þekktur áfangastaður á Snæfellsnesi í áraraðir. Fossinn er steinsnar frá afleggjaranum inn á Útnesveg sem liggur að Hótel Búðum, Arnarstapa, Hellnum, Djúpalónssandi og Vatnshelli. Fossinn er þannig staðsettur að hann gnæfir yfir ferðafólki sem keyrir veg nr. 54 (Snæfellsnesveg) og Útnesveg, sem gerir hann að vel áberandi landmarki. Gönguleiðin upp að fossinum er mjög aðgengileg og útsýni yfir Búðakirkju, Hótel Búðir og strandlengjuna er mjög fallegt þaðan séð.