Borgarnes gönguleiðir
Gönguleið sem býður upp á fjölbreytta upplifun gesta Borgarnes.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Vesturland, Borgarbyggð
Upphafspunktur
N64°53523 W021°923
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
2 - 3 klukkustundir
Yfirborð
- Bundið slitlag
- Möl
- Blandað yfirborð
- Óskilgreint
Hindranir
- Brú - mannvirki sem ber stíg/slóða/veg yfir vatnsfall, sund, gil eða aðra hindrun
- Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Ekki er aðgengi fyrir hjólastóla við Klettaborgarstíg og stíg milli Vatnstanks og Kvíaholts.
Hættur
- Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
- Sjávarföll - Breytileg staða sjávar, flóð og fjarða
Þjónusta á leiðinni
- Salerni
- Sorplosun
- Tjaldsvæði
Salerni er við tjaldsvæði og eru sorptunnur á víð og dreif í Borgarnesi.
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Gönguleið sem býður upp á fjölbreytta upplifun gesta þar sem tignarlegt Hafnarfjall býður gesti velkomna, Snæfellsjökull stendur í fjarska, meðfram strandlengjunni liggur Hvítá, hinu megin við Borgarvoginn sést yfir á Borg á Mýrum og finna má fjölmarga áningastaði þar sem upplifa má kyrrð og ró.
Borgarnes er stærsti þéttbýliskjarni í Borgarfirði eða með um 2.165 íbúa. Borgarnes er þekktur áningastaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn en keyra þarf í gegnum Borgarnes og er þar að finna mikla þjónustu, hvort sem það er í formi gistingar, veitinga eða afþreyingu. Borgarnes er í alfaraleið en farið er í gegnum bæinn til að komast vestur á Snæfellsnes, keyra suður til Reykjavíkur eða norður til Akureyrar.
Hægt er að finna fjölmargar gönguleiðir í Borgarnesi. Nýjir göngustígar með aðgengi fyrir vagna og hjólastóla er þar á meðal en einnig eru stígar sem leynast víða inn á milli íbúðarhverfa Borgarness, sem eru með mismunandi undirlag, hönnun og aðgengi. Áningastaði er víða að finna, upplýsingaskilti um lífríki Borgarvogs og upplýsingaskilti um sögu Borgarness. Tenging við tjaldsvæði, íþróttasvæði og þjónustusvæði er á gönguleið en hafa þar í huga að ganga þarf yfir þjóðveg nr. 1 á gönguleið en engin undirgöng eða brú er að finna fyrir útivistarfólk. Skallagrímsgarður, Vigdísarlaut, Granastaðir, Vestur-nes, Suður-nes, Mið-nes, Bjössaróló, Hlíðartúnshús, Hjálmaklettur eru allt skemmtileg svæði sem tengjast gönguleið um Borgarnes.