Búrfellsgjá Gönguleið

Ákaflega falleg gönguleið um Búrfellsgjá við Heiðmörk sem hentar allri fjölskyldunni.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Garðabær
Upphafspunktur
Bílastæði við Búrfellsgjá
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Gönguleiðin um Búrfellsgjá er ákaflega falleg og tilvalin fyrir fjölskyldur. Búrfellsgjá er 3,5 km löng hrauntröð sem liggur vestur úr Búrfelli. Hún varð til í eldgosi í Búrfelli sem talið er að hafi orðið fyrir rúmum 7.000 árum. Gangan hefst við bílastæði við Heiðmerkurveg suðaustan við Vífilsstaðahlíð í Garðabæ. Þar er gott skilti sem lýsir leiðinni og helstu kennileitum. Gengið er eftir malarstíg í gjánni og fram hjá litlum hellum sem gaman er að skoða. Við enda leiðarinnar er Búrfellið sem er fallegur gjallgígur. Í hlíð gígsins er lausamöl og þarf því að fara gætilega þegar gengið er upp. Þegar þangað er komið er genginn hringur í kringum gíginn. Þaðan er gott útsýni til allra átta. Leiðin liggur svo eftir stíg aftur niður og er gengin sama leið til baka að bílastæðinu.