England-Pétursvirki gönguleið
Fjölbreytt gönguleið um fallegt svæði í Lundarreykjadal.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Vesturland, Borgarbyggð
Upphafspunktur
N64°29.9538 W021°14.9126
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
3 - 4 klukkustundir
Yfirborð
- Möl
- Gras
- Stórgrýtt
- Þýft
- Votlendi
- Blandað yfirborð
Hættur
- Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
- Vað - Óbrúaður lækur/á, eða votlendi/mýrar
- Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
- Hálka - Hál og sleip leið
- Sterkir straumar - s.s á, sjór eða vötn
- Heitt vatn - Heitar vatnsuppsprettur eða hverir >45°C
Þjónusta á leiðinni
- Salerni
- Sorplosun
Þjónusta er á Basalt hótel.
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Óráðlegt að fara leiðina frá nóv. til maí vegna veðra, snjólaga eða aurbleytu.
Gönguleiðin er hringleið sem liggur frá Hótel Basalt að Iðunnarstöðum, upp hálsinn, þaðan að Hrútaborgum og Pétursvirki, niður hálsinn að Englandslaug, yfir Tunguá og meðfram þjóðveginum að Krosslaug og þaðan með ánni aftur að Iðunnarstöðum.
Gönguleiðin er fjölbreytt, með fjölbreyttum göngustígum, fjölbreyttum áningastöðum og útsýni yfir fjallgarða Lundareykjadals í Borgarfirði. Pétursvirki er hlaðið mannvirki sem stendur á Englandshálsi og hefur verið endurhlaðið. Englandslaug er innarlega í Lundarreykjadal en umhverfi hennar er grasi gróið en laugin er hlaðin að hluta en á öðrum stöðum er grjót eða gras á bökkum hennar. Krosslaug í Lundarreykjadal er friðlýst laug en talið er að vestanmenn hafi látið skíra sig í Krosslaug, er þeir riðu frá Alþingi eftir að kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000.