Fossvogsdalur
Fossvogsdalur, sem áður kallaðist Fossvogsmýri, er vettvangur þessarar göngu. Hún er hlykkjótt og fer aðeins yfir bæjarmörkin í Reykjavík en með henni er hægt að fá góða yfirsýn yfir náttúru og nokkra þætti úr sögu þessa skjólgóða dals.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Kópavogur
Upphafspunktur
64.11613, -21.87605 Fagrilundur
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Möl á hluta leiðar
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
- Sorplosun
- Salerni
Salerni í Íþróttahúsi Fagralundi
Lýsing
Upplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Upphafsstaður er miðsvæðis í dalnum við íþróttasvæðið Fagralund og þaðan er hægt að velja þrjá göngumöguleika: taka vesturhlutann (um 2,5 km) eða austurhlutann (um 4 km) eða allan dalinn. Á leiðinni eru áhugaverðir staðir eins og Hermannsskógur, Norræni vinalundurinn, Álfaskógur og einnig Trjásafnið í Meltungu sem er austast í dalnum. Það er hægt að ganga um þetta svæði allt árið og eingöngu þarf að hugsa um að klæða sig í takt við veður. Hugsanlega þarf hálkubrodda á vissum tímum á veturna. Gróðursældin er mikil og fróðlegt að sjá grænu sprotana fyrst á vorin en ekki síður hina fjölbreyttu liti sem haustið færir með sér. Fuglalífið nær hámarki á sumrin og margar tegundir verpa á svæðinu. Reyndar er fjölbreytt fuglalíf í dalnum allt árið og gaman að sjá þær tegundir staðfugla sem kjósa að þreyja veturinn í Fossvogsdalnum.