Skútustaðagígar: Gígahringur Gönguleið

Leiðin liggur um formfagra gervigíga með útsýni yfir Mývatn. Gangan hefst við gestastofuna Gíg og endar við Sel Hótel Mývatn. Malbikaður stígur liggur frá malarpílaplani hjá Gíg að fyrsta útsýnispalli. Skútustaðagígar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1973.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Norðurland, Þingeyjarsveit
Upphafspunktur
Gígur gestastofa
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
30 mínútur
Yfirborð
  • Bundið slitlag
  • Möl
  • Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Göngufólk er hvatt til þess að kynna sér sérstaklega aðstæður að vetri.
Hættur
  • Engar hættur á leiðinni
  • Hálka - Hál og sleip leið
Þjónusta á leiðinni
  • Salerni
  • Landvarsla
Gestastofan Gígur á Skútustöðum er opin allan ársins hring. Þar veita landverðir og þjónustufulltrúar gestum fræðslu og upplýsingar um náttúrufar, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni. Nánari upplýsingar um opnunartíma: https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/svaedi/askja/gigur
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Gangan hefst við gestastofuna Gíg og endar við Sel Hótel Mývatn. Malbikaður stígur liggur frá malarpílaplani hjá Gíg að fyrsta útsýnispalli. Skútustaðagígar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1973 m.a. til þess að vernda hinar einstöku gervigíga og tryggja nýtingarrétt landeigenda. Gervigígarnir ollu jarðfræðingum miklum heilabrotum en Sigurður Þórarinssonen var fyrstur manna til að gera rækilega grein fyrir eðli gíganna, þótt skýring á myndun þeirra hafi verið komin fram fyrr. Gervigígar eru sjaldgæfar hraunmyndanir sem myndast við gufusprengingar þar sem þunnfljótandi hraun rennur út yfir vötn og mýrar (eða út í sjó á Hawaii). Gervigígar á Íslandi tengjast flestir stórum flæðigosum (Laxárhraun yngra, Þjórsárhraun, Eldgjárhraun, Leitahraun). Gígarnir eru meðal merkustu náttúruminja Íslands og við Mývatn eru þeir sérlega formfagrir þar sem þeir mynda umgjörð vatnsins. Gervigígar eru viðkvæmir fyrir ágangi og þarf hvarvetna að gera sérstakar ráðstafanir til að varðveita þá þar sem einhver umferð er. Náttúruvættið hentar ágætlega til fuglaskoðunar. Algengt er að sjá eftirfarandi fugla á svæðinu: Himbrima, flórgoða, skúfönd, duggönd, stokkönd, rauðhöfðaönd, gargönd, stelk, óðinshana og kríu.