Grjótá-Sandfell

Í beinu framhaldi af gönguleið upp með Grjótá liggur hnitsett leið upp á Sandfell sem er 771 m.y.s. og er nokkuð brött en þegar upp er komið blasir við fagurt útsýni yfir Vatnsdalinn

Nánari upplýsingar

Landshluti
Norðurland, Húnabyggð
Upphafspunktur
65.381127, -20.211163
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
3 - 4 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Vatnsrás - skurður eða renna til að ræsa fram vatni
Hættur
Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Ganga er í landi sauðfjárbænda svo hundaeigendur eru beðnir um að taka tillit og hafa fjárhunda í bandi þegar sauðfé er í fjallinu.
Þessi skemmtilega fjallganga getur verið áskorun fyrir óvant göngufólk þar sem lesa þarf í landslagið og velja sér leið, bæði upp og niður. Leiðin var var stikuð fyrir nokkrum árum eru aðeins fáeinar stikur eru eftir en vel mótar fyrir stíg. Skynsamlegt að fylgja hnitum að mestu leyti en sums staðar getur borgað sig að hnika aðeins til. Gætið þess að fara niður á sama stað og farið var upp þar sem nokkur þverhnípt klettabelti eru í fjallshlíðinni. Leiðin upp mesta brattann er rétt norðan við lækinn, uppi á gilbarminum. Aldrei fara ofan í gilið, nema koma upp úr því á sama stað. Athugið að undirlagið er á köflum mjög laust í sér og steinar rúlla auðveldlega af stað. Þetta þarf að hafa sérstaklega í huga þegar margir ganga saman.