Guðmundarlundur - Elliðavatn hringur

Þessi sem gönguhringur hefst við Guðmundarlund er umhverfis hina óbyggðu Vatnsendahlíð. Farið er um fjölbreytta slóða og geta sumir þeirra orðið blautir í vætutíð en einnig er farið um malarvegi og nýlega malbikaða stíga.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Kópavogur
Upphafspunktur
64.07416, -21.82677 Guðmundarlundur
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
  • Blandað yfirborð
  • Bundið slitlag
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Á sumrin eru salerni opin í Guðmundarlundi
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Gengið er af stað við Guðmundarlund sunnan megin í hlíðinni og er sama hvor áttin er valin á hringnum. Á sumrin er fólk sérstaklega hvatt til þess að veita fuglunum athygli enda er farið um ólík vistkerfi á stuttum tíma. Allt frá spörfuglunum í skógi vöxnum Guðmundarlundi og á öðrum kjarri vöxnum svæðum, í ríki mófugla í Vatnsendahlíð og að vatnafuglunum á Elliðavatni. Fjallasýn er til allra átta í góðu skyggni og forvitnilegt er að sjá misgengisdalina og ímynda sér Elliðavatn eins og það var áður en það varð að miðlunarlóni og stækkaði svo mikið. Leiðin er fær allt árið en það getur verið að skynsamlegt sé að leggja bílum við íþróttahúsið Kórinn á snjóþungum dögum á veturna. Farið er um fjölbreytta slóða og geta sumir þeirra orðið blautir í vætutíð en einnig er farið um malarvegi og nýlega malbikaða stíga. Þarna eru göngustígar og reiðstígar þvers og kruss. Þegar þið eruð gangandi eða hjólandi þá er mikilvægt að hafa í huga að hestar eru alls konar og geta hræðst ýmislegt. Það er því góð regla að þegar þið mætið hestafólki að stíga til hliðar af stígnum og hinkra róleg á meðan hestar fara fram hjá.