Gunnhildur og Vífilstaðarhlíð Gönguleið
Hringur í Heiðmörk þar sem gengið er upp að vörðunni Gunnhildi og meðfram Vífilstaðarhlíðinni tilbaka.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Garðabær
Upphafspunktur
Bílastæði við Vífilsstaðavatn
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Vinsæl 6 km löng göngu- skokk- og hjólaleið sem hefst við bílastæðið við Vífilsstaðavatn. Gengið er eftir greinilegum stíg upp Vífilsstaðahlíð sem liggur að grjótvörðu sem kallast Gunnhildur. Leiðin upp er fjölfarin og allt umhverfis hana eru miklar breiður lúpínu. Frá vörðunni er gott útsýni yfir höfuðborgarsvæðið og tilvalið að staldra lítið eitt við og njóta þess. Haldið er áfram eftir stígnum þar til komið er að útsýnispalli en þar er stíg fylgt til hægri og haldið áfram í gegnum skóglendi uns komið er að línuvegi sem genginn er niður eftir. Tekin er hægri beygja þegar komið er niður brekkuna og Vífilsstaðahlíðinni fylgt alla leið aftur að bílastæðinu við Vífilsstaðavatn.