Heiðmörk - græn leið Gönguleið
Skógarhringurinn í Heiðmörk er ákaflega skemmtilegur og fjölskylduvæn gönguleið. Hringurinn er 3,3 km og er merktur með grænum stikum.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Reykjavík
Upphafspunktur
Borgarstjóraplan í Heiðmörk
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
30 - 60 mínútur
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Skógarhringurinn í Heiðmörk er ákaflega skemmtileg og fjölskylduvæn gönguleið. Leiðin er vel merkt grænum stikum og er 3,3 km að lengd. Á leiðinni er Furulundur sem er fjölskyldulundur búinn leiktækjum, blakvelli og grillaðstöðu. Inn af Furulundi er Dropinn, áningarstaður með grilli, borðum og bekkjum. Annar fjölskyldulundur á þessari leið er Grenilundur en þar er grillaðstaða sem og leik- og klifurtæki. Tilvalið er því að ganga þennan stutta hring og taka með sér nesti og gera sér glaðan dag í skóginum.
Heiðmörk er í umsjón Skógræktarfélags Reykjavíkur sem eru frjáls félagasamtök. Nánari upplýsingar má finna á heidmork.is.