Hólmsheiði og Rauðavatn Gönguleið

Gönguleið um Hólmsheiði og Rauðavatn sem kemur skemmtilega á óvart.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Reykjavík
Upphafspunktur
Bílastæði í Hádegismóum
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Gönguleið um Hólmsheiði og Rauðavatn sem kemur skemmtilega á óvart. Svæðið tilheyrir Austurheiðum en þar er mólendi í bland við skógrækt og einkennist fuglalíf af því. Gangan hefst við bílastæðið í Hádegismóum. Þar er farið fylgt góðum göngustíg sem leiðir inn á heiðina. Stígurinn er genginn að Paradísarskál sem er mikið notuð af hundaeigendum, en lausaganga hunda er þar heimiluð. Stígnum er síðan fylgt áfram og síðan sveigt til hægri þegar stígurinn skiptist. Gangan liggur eftir hryggjum ofan Rauðavatns, niður að vatninu og meðfram því þar til komið er til baka að bílastæðinu. Net af stígum liggur um skóginn við Rauðavatn og hringinn í kringum vatnið. Svæðið er mikið nýtt allan ársins hring til göngu og útreiða og á veturna má oft sjá fólk á skautum á vatninu eða í skíðagöngu.