Hornstrandir: Veiðileysufjörður - Höfn í Hornvík

Veiðileysufjörður - Hornvík - um Hafnarskarð

Nánari upplýsingar

Landshluti
Vestfirðir, Ísafjarðarbær
Upphafspunktur
Veiðileysufjörður
Erfiðleikastig
Þrep 3 - Krefjandi leið
1 2 3 4
Merkingar
Vörðuð leið með hlöðnum steinum
Tímalengd
4 - 6 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hættur
  • Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
  • Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
Þjónusta á leiðinni
  • Engin þjónusta
  • Salerni
  • Tjaldsvæði
  • Landvarsla
Tjaldsvæði og salernisaðstaða við upphaf og lok gönguleiðarinnar
Lýsing
Upplýst leið
Tímabil
Snjóþung fram í júní. Aðgengileg júní til september
Úr botni Veiðileysufjarðar er gengið upp í Hafnarskarð. Leiðin er vörðuð þar sem hún liggur upp með Veiðileysuá. Hafnarskarð (519m) er bratt og getur verið snjóþungt. Vel vörðuð leið tekur svo við úr skarðinu og niður í Höfn. Mikið er af vatnsföllum á þessari leið og má því gera ráð fyrir að þurfa að vaða einstaka á eða læki.