Húsafell-Oddaleið
Ein af mörgum fallegum gönguleiðum á svæðinu.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Vesturland, Borgarbyggð
Upphafspunktur
N64°41.9304 W020°52.2730
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
- Möl
- Gras
- Stórgrýtt
- Hraun
- Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Á nokkrum stöðum þarf að klífa upp á stórum steinum á gönguleið.
Hættur
- Hálka - Hál og sleip leið
- Sterkir straumar - s.s á, sjór eða vötn
Þjónusta á leiðinni
- Salerni
- Tjaldsvæði
- Sorplosun
Hótel Húsafell veitir gestum þjónustu.
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Húsafell hefur upp á að bjóða fjölbreyttar gönguleiðir þar sem þéttir skógar, stórbrotin gil, jöklar, dýra- og fuglalíf, auk menningaminja setja stóran svip á svæðið. Gönguleið Húsafell-Oddaleið er gullfalleg leið þar sem vatnsmiklar ár setja svip sinn á gönguleiðina. Leiðin er vel greinileg, stikuð og fjölfarin leið gesta Húsafells.