Hvaleyrarvatn Gönguleið

Við Hvaleyrarvatn er ákaflega fallegt útivistarsvæði og á þar sem fjölmarga göngustíga er að finna. Þessi stutta og þægilega 2 km gönguleið í kringum vatnið ætti að henta öllum.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Hafnarfjörður
Upphafspunktur
Bílastæði við Hvaleyrarvatn
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
  • Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
  • Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
30 - 60 mínútur
Yfirborð
Möl
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
  • Sorplosun
  • Salerni
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Hvaleyrarvatn og umhverfið þar í kring er eitt það fallegasta á höfuðborgarsvæðinu. Margar gönguleiðir eru á svæðinu og er það umlukið skógi og gróðurlendi. Um svæðið liggja fjölmargir stígar um svæðið sem tilvalið er að skoða og ganga um. Gaman er að koma hingað með alla fjölskylduna og eyða góðum tíma í lautarferð þar sem góð aðstaða er á svæðinu. Göngustígurinn í kringum vatnið er um 2 km og ætti hún að vera greiðfær all flestum. Á leiðinni eru bekkir þar sem hægt er að staldra við og hvíla sig og njóta friðsældarinnar og umhverfisins.