Hvaleyrarvatn Gönguleið
Við Hvaleyrarvatn er ákaflega fallegt útivistarsvæði og á þar sem fjölmarga göngustíga er að finna. Þessi stutta og þægilega 2 km gönguleið í kringum vatnið ætti að henta öllum.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Hafnarfjörður
Upphafspunktur
Bílastæði við Hvaleyrarvatn (norðan og vestan við vatnið)
Merkingar
- Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
- Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
30 - 60 mínútur
Yfirborð
Möl
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
- Sorplosun
- Salerni
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Hvaleyrarvatn og umhverfið þar í kring er einstaklega fallegt útivistarsvæði. Margar gönguleiðir eru á svæðinu sem er umlukið skógi og margskonar gróðri. Fjölmargir stígar liggja í nágrenni vatnsins sem tilvalið er að skoða og ganga um. Gaman er að koma með alla fjölskylduna og verja góðri stund í lautarferð í nágrenni vatnsins því góð aðstaða er á svæðinu til þess að gera sér glaðan dag. Göngustígurinn í kringum vatnið er um 2 km að lengd og ætti leiðin að vera flestum greiðfær. Á leiðinni eru bekkir þar sem hægt er að staldra við og hvíla sig og njóta friðsældarinnar og náttúrunnar.