Miðbæjarhringur 18km
Skemmtilegur 18 km hjólahringur um Reykjavík þar sem hjólað er framhjá mörgum helstu kennileitum borgarinnar.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Reykjavík
Upphafspunktur
Harpa
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
Bundið slitlag
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
- Salerni
- Sorplosun
Ýmis kaffihús, söfn og menningarmiðstöðvar eru meðfram leiðinni.
Lýsing
Upplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Hjólaleiðin hefst við Hörpu og hjólað er meðfram Lækjagötunni framhjá Tjörninni og Hljómsskálagarðinum. Gæta þarf að gangandi vegfarendum sem einnig nota stíginn. Farið er yfir göngubrúna sem liggur yfir Hringbrautina og hjólað er meðfram Vatnsmýrinni í áttina að Þjóðminjasafninu. Þaðan er leiðinni haldið til vinstri niður Suðurgötuna í áttina að Skerjafirðinum. Beygt er til vinstri inn Einarsnesið og haldið áfram þar til komið er að stígnum sem liggur meðfram sjónum í áttina að Nauthólsvík. Þegar komið er að Nauthólsvík er leiðinni haldið áfram og farið er yfir brúna við Kringlumýrabraut. Haldið er áfram í gegnum Fossvoginn að undirgöngum sem liggja að Elliðaárdalnum í áttina að Elliðaárstöð. Beygt er til vinstri og hjólað meðfram Elliðaánni og undir göngin. Fylgjum áfram Elliðaánni þar til komið er að rauðu göngu og hjólabrúnni. Stígnum í Naustavogi er svo fylgt yfir Sæbrautina og komið inn á stíg sem liggur að Suðurlandsbraut. Fylgjum stígnum yfir gatnamótin yfir Hafnarfjarðarveg þar til við tökum hægri beygju niður Katrínartún. Þegar komið er að Sæbrautinni og tökum vinstri beygju þar til við komum aftur að upphafstað Hörpunni.