Mosfell

Gönguleið sem hentar vel flestum og verðlaunar með fallegu útsýni þegar komið er upp á topp.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Mosfellsbær
Upphafspunktur
64.185791, -21.621973
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Mosfell er lágreist fjall (280 m.y.s.) í Mosfellsdalnum, þessi leið er tilvalin fyrir alla fjöslkylduna þar sem genginn er hringur sem byrjar og endar við bílastæði Mosfellskirkju. Stígurinn upp á Mosfell er greinilegur og er leiðin einnig vel stikuð. Í upphafi er gengið áleiðis upp fjallið að kolli sem nefnist Diskur. Þaðan er svo haldið áfram upp aflíðandi brekku upp austurenda fjallsins. Þaðan er síðan gengið eftir nær sléttu landi vestur eftir fjallinu á hæsta punkt þess, en þaðan er fallegt útsýni yfir Esjuna og Mosfellsdalinn. Stikunum er svo fylgt til suðurs niður eftir fjallinu þar til komið er aftur að upphafi leiðarinn. Frá því að Stardalsmegineldstöðin kulnaði fyrir um tveimur milljónum ára hafa roföflin grafið dali og myndað það landslag sem við þekkjum í dag. Berggrunnurinn er að mestu hraun, sem runnu á hlýskeiði, og í fellunum má sjá hraunlög sem hafa hlaðist upp á löngum tíma. Mosfellsheiði er dyngja og þaðan runnu hraunlög niður á láglendið í Mosfellssveit. Víða er jarðhiti í tengslum við virkar sprungur og misgengi sem teygja sig út frá gosbeltinu. Í Mosfellsdal er þykk setlög sem benda til þess að þar hafi verið stöðuvatn. Egils saga greinir frá því þegar Egill Skallagrímsson dvaldi hér á Mosfelli á efri árum hjá Þórdísi bróðurdóttur sinni. Samkvæmt sögunni á hann að hafa falið silfursjóð sinn hér í nágrenninu.