Frístundarstígur. Ólafsvík-Rif-Hellisandur

Gönguleið sem tengir saman þorpin þrjú á Snæfellsnesi.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Vesturland, Snæfellsbær
Upphafspunktur
N64°53.3401 W023°41.2849
Erfiðleikastig
Aðgengi fyrir alla
1 2 3 4
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
2 - 3 klukkustundir
Yfirborð
Bundið slitlag
Hættur
  • Engar hættur á leiðinni
  • Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
  • Hálka - Hál og sleip leið
Þjónusta á leiðinni
  • Sorplosun
  • Tjaldsvæði
Þjónusta er í Ólafsvík, á Rifi og á Hellisandi.
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Árið 2013 var lagður fyrsti hluti stígsins en hann lá á milli Hellissands og Rifs. Í framhaldi var lagður stígur á milli Ólafsvíkur og Rifs árið 2014 og var hann malbikaður árið 2017. Brú var sett yfir Höskuldsá árið 2020 og tengist nú Ólafsvík-Rif-Hellissandur með göngu- og hjólastíg. Stígurinn er mikið notaður af íbúum svæðisins. Við göngu á Frístundastíg tengjast gestir þeirri náttúru sem er að finna á svæðinu. Fjölbreyttur hópur fólks getur notað stíginn sem er malbikaður og ganga gestir meðfram strandlengjunni á sumum stöðum, með útsýni að Svöðufossi og Snæfellsjökli. Fuglalíf er mikið á svæðinu en farið er niður að Keflavíkurbjargi þar sem mikið er um fugla en einnig er gengið í gegnum kríuvarpstaði á leiðinni.