Rauðsgil
Rauðsgil er perla þar sem vatn, klettar og gróður spinna saman sérstaklega fallegt umhverfi. Gullfallegir fossar á gönguleið.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Vesturland, Borgarbyggð
Upphafspunktur
N64°39.3434 W021°13.7068
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
- Möl
- Gras
- Þýft
- Blandað yfirborð
Hindranir
- Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
- Vað - Óbrúaður lækur, eyrar eða mýrar
Hættur
- Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
- Sterkir straumar - s.s á, sjór eða vötn
- Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
- Hálka - Hál og sleip leið
- Vað - Óbrúaður lækur/á, eða votlendi/mýrar
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Engin þjónusta er á þessari leið.
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið allan ársins hring nema þegar féð er smalað úr hlíðum og fjöllum. 1-2 dagar á ári, í september.
Hundar vinsamlega hafðir í böndum þegar féð er laust í hlíðum frá 1.júní til 30.september.
Hundar vinsamlega hafðir í böndum þegar féð er laust í hlíðum frá 1.júní til 30.september.
Rauðsgil í Borgarfirði er á mörkum Hálsasveitar og Reykholtsdalshrepps en gilið er dýpst neðst en það nær frá 60 til 70 m dýpi en grynnist þegar ofar dregur. Mikið magn af fossum eru í ánni og ber þar að nefna Laxfoss, Einiberjafoss, Tröllafoss og Bæjarfoss. Fyrsti hluti leiðar gefur göngufólki útsýni af háum fossum en hægt er að ganga meðfram brún en einnig er annar slóði fjær brún sem hægt er að ganga með. Þegar ofar kemur með ánni er möguleiki á því að komast nær ánni og berja augum á fossa og njóta útsýnis og kyrrðarinnar sem er á svæðinu.
Rauðsgil er lít þekktur staður íslenskra og erlenda ferðamann sem getur verið góð viðbót við þá náttúruupplifun sem er aðgengileg á þessu svæði. Upplifun gesta sem heimsækja og ganga upp Rauðsgil er mikil en fjallagarðar sem sjást á þessu svæði geta gefið mikla upplifun, eins og hljóðið í ánni og fossunum á leiðinni. Gangan er tiltölulega auðveld en ekkert er um klifur á leiðinni heldur geta gestir ráðið hvort að gengið er meðfram brún gilsins eða dregið sig nær dráttavélaslóða sem er greinilegur í landslaginu.
Hundar vinsamlega hafðir í böndum þegar féð er laust í hlíðum 1.júní til 30.september.
Bent er á að rútur eða stærri bílar geta lagt við Rauðsgilsrétt.