Seltjarnarneshringur 5 km
Léttur og skemmtilegur hringur umhverfis Seltjarnarnesið þar sem útsýnið er stórkostlegt allan hringinn.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Seltjarnarnes
Upphafspunktur
64.16291, -22.01346 Bílastæði við Gróttu
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
30 - 60 mínútur
Yfirborð
Bundið slitlag
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
- Salerni
- Sorplosun
Lýsing
Upplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Fólk á öllum aldri gengur sér til heilsubótar um Nesið meðfram ströndinni og nýtur fallegs umhverfisins og náttúrunnar. Þessi 5 km hringur liggur meðfram Seltjarnarnesinu og hefst hefst við bílastæði Gróttu. Gengið er meðfram sjónum og Bakkatjörn við Gróttu og þegar við erum rétt komin að golfvellinum eltum við stíginn eftir Suðurströndinni allt þar til komið er að Norðurströndinni. Þar beygjum við til vinstri og göngum aftur að bílastæði Gróttu. Tilvalið er að ganga að listaverkinu Kviku eftir listakonuna Ólöfu Nordal sem stendur á Kisuklöppum við fjöruna á Norðurströnd og dýfa tánum ofan í. Í laugina rennur forkælt jarðhitavatn úr borholum Seltjarnarness, en vatnið hefur einstaka efnasamsetningu og þykir hafa sérstaka eiginleika.