Stórhöfði
Gönguleiðin upp á Stórhöfða að þessu sinni er um 5 km hringur sem er tilvalin fjölskylduganga.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Hafnarfjörður
Upphafspunktur
64.03651, -21.93354
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Þessi skemmtilegi hringur upp á Stórhöfða við Hvaleyrarvatn hentar allri fjölskyldunni. Gangan hefst við bílastæðið sem er vestan megin við Hvaleyrarvatn og er gengið meðfram bílslóða sem liggur meðfram ræktunarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Eftir um 500 metra göngu er skilti á hægri hönd sem á stendur Stórhöfðastígur þar sem beygt er inn á göngustíginn. Stígurinn liggur svo meðfram Stórhöfða í Stórhöfðahrauni, skömmu eftir að komið er framhjá höfðanum er stígur sem liggur til hægri. Honum er fylgt alveg upp á topp en þar blasir við fallegt útsýni að Helgafelli, Lönguhlíðum og út með Reykjanesi. Gengið er áfram eftir Stórhöfða niður þar til komið er aftur á veginn við skógræktina og aftur að bílastæðinu.