Strandstígur Gönguleið

Falleg ganga meðfram höfninni í Hafnarfirði sem hentar öllum.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Hafnarfjörður
Upphafspunktur
Strandgata í Hafnarfirði
Erfiðleikastig
Aðgengi fyrir alla
1 2 3 4
Merkingar
Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
30 - 60 mínútur
Yfirborð
Bundið slitlag
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
  • Salerni
  • Sorplosun
Lýsing
Upplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Strandstígurinn er göngu- og hjólreiðastígur meðfram Hafnarfjarðarhöfn með ákaflega fallegu útsýni út á Faxaflóann og höfnina. Meðfram stígnum hefur Byggðasafn Hafnarfjarðar sett upp skemmtilega ljósmyndasýningu sem varpar ljósi á dagleg störf og sögu fólksins sem bæinn byggði sem gaman er að skoða. Gengið er fram og til baka og eru þetta um 4 km samtals. Á leiðinni eru bekkir þar sem hægt er að setjast og njóta útsýnisins. Þegar gengið er eftir Norðurbakkanum að má oft sjá fólk með veiðistangir á lofti því vinsælt er að koma þangað og dorga. Bílastæði eru við báða enda leiðarinnar svo hægt er að hefja gönguna þar sem best hentar.