Svöðufoss
Frábært útsýni með Svöðufoss í forgrunni og Snæfelsjökul í bakgrunni.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Vesturland, Snæfellsbær
Upphafspunktur
N64°54.0155 W 023°48.6369
Merkingar
Skiltuð án annarra merkinga - merkt leið með skiltum sem vísa leið
Tímalengd
30 mínútur
Yfirborð
- Steinlögn
- Möl
- Blandað yfirborð
Hættur
Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
Þjónusta á leiðinni
Sorplosun
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Svöðufoss á Snæfellsnesi er fallegur foss í Hólmkelsá, skammt frá Rifi. Fossinn er 10 metra hár og fellur af fallegum basalt súlukletti með stuðlabergsumgjörð. Búið er að byggja bílastæði í nágrenni við fossinn, búið er að setja upp járngrindur ásamt mottum til að komast að fossinum. Allt aðgengi er fyrsta flokks og er hægt að koma vögnum og hjólastólum alla leið að fossinum.