Upptaka af kynningu á Framkvæmdasjóði ferðamannastaða haustið 2017 komin á vefinn
17.10.2017
Starfsfólk Ferðamálastofu er nú á fundaferð um landið til að kynna Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Á fundunum er m.a. farið yfir:
- Breytingar á sjóðnum vegna breyttra laga og reglugerðar.
- Hverskonar verkefni eru styrkhæf og hver ekki.
- Gæðamat sjóðsins og nýtt gæðamatsblað.
- Umsóknarferlið og umsóknareyðublað.
- Hvernig er sótt um styrki úr sjóðnum?
Upptöku frá fundi sem haldinn var á hótel KEA 10. október má nálgast hér.