Fara í efni

Vinnustofa: Orka og ferðaþjónusta

Radisson Blu – Hótel Saga - fimmtudaginn 13. október kl 9-12

Íslandsstofa, Íslenski ferðaklasinn og Íslenski jarðvarmaklasinn standa fyrir sameiginlegri vinnustofu um viðskiptatækifæri á mörkum ferðaþjónustu og orku. Rætt verður um samlegð og samvinnu við uppbyggingu nýrra verkefna, aukna verðmætasköpun, öryggismál og annað sem snertir samstarf þessara geira.

Dagskrá:

08:45 Skráning og kaffi
09:00 Hvaða sögu hefur ferðaþjónusta og orka að segja – Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, klasastjóri Íslenska ferðaklasans
Tækifæri og áskoranir
– Viðar Helgason, klasastjóri Íslenska jarðvarmaklasans
Hvernig markaðssetjum við Ísland?
– Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu
Öryggi og gæði í orkutengdri ferðaþjónustu
– Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörgu
Nýsköpun í hefðbundinni orkuvinnslu
– Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður markaðs og kynningarmála hjá Orku Náttúrunnar.
Tækifæri í svæðisbundinni þróun
– Albertína Friðbjörg Elísdóttir, framkvæmdastjóri EIMS
Nýting lághita í atvinnusköpun
– Knútur Rafn Ármann, eigandi Friðheima

Leiðbeinandi á vinnustofunni er Kristinn Hjálmarsson, ráðgjafi hjá Nótera.

Áhugasamir eru beðnir að skrá sig á netfanginu islandsstofa@islandsstofa.is fyrir 12. október nk.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Birna Jörgensen, gudrunbirna@islandsstofa.is