Starfsnám á sviði ferðaþjónustu
Ferðamálastofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu starfsnema vegna verkefna sem varða öflun og úrvinnslu talnagagna hjá stofnuninni.
Helstu verkefni og ábyrgð
Markmið starfsnámsins er að gefa fólki sem er að hefja starfsferil sinn á sviði ferðaþjónustu tækifæri til að afla sér reynslu á meðferð og úrvinnslu talnagagna sem safnað er í þágu atvinnugreinarinnar. Um leið gefst tækifæri til að kynnast margbreytileika atvinnugreinarinnar og þeim fjölþættu verkefnum sem Ferðamálastofa sinnir í þágu hennar. Um er að ræða 40% starfshlutfall sem hentar vel með námi (Frá mars/apríl til júlí/águst árið 2016).
Hæfniskröfur
- Umsækjandi skal vera á lokastigum í grunn eða framhaldsnámi í háskóla
- Þekking á söfnun og úrvinnslu talnagagna
- Góð greiningarfærni
- Mjög góð tölvukunnátta
- Góð kunnátta í íslensku og ensku
- Eiga auðvelt með textaskrif
- Framúrskarandi námsferill
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Reynsla af íslenskri ferðaþjónustu er kostur
Upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknarstjóri, oddny@ferdamalastofa.is. Umsóknum skal skila rafrænt á upplysingar@ferdamalastofa.is, fyrir 15. mars 2016 er innihalda ferilskrá umsækjenda. Ekki er um að ræða sérstakt umsóknareyðublað.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.