Skip to content

Djúpuvíkurhringur

Fjölbreytt og mátulega erfið gönguleið upp frá Djúpuvík

More information

Region
Vestfirðir, Árneshreppur
Level of difficulty
Level 4 - Long route
1 2 3 4
Markings
Marked trail, at regular intervals
Duration
2 - 3 hours
Surface
Mixed surface - e.g. soil, stones, grass
Obstacles
  • Step - A step, ledge, stair or low ledge that must be stepped on
  • Aqueduct - A ditch or a chute to divert water
  • A ford - Unbridged river/a stream, wetland or a swamp
Aðgengi fyrir alla nema hreyfihamlaða, hjólastóla og vagna.
Hazards
Rockfall - Rocks can fall from cliffs, landslides and mountain slopes
Service on the trail
Restrooms
Salerni á Hótel Djúpuvík.
Lighting
Unilluminated
Period
Open all seasons
Fjölbreytt og mátulega erfið gönguleið upp frá Djúpuvík sem kom fyrir í stórmyndinni Justice League frá 2017. Hápunktur hringsins er án efa Djúpavíkurfoss en útsýni er að ofanverðum fossi og yfir Reykjarfjörðinn. Þverhnýpt er beggja megin við fossinn og verður því að vara sig nálægt brúnum, sérstaklega í rigningu. Gott er að leggja við Hótel Djúpavík og ganga upp hlíðina frá gömlu síldarverksmiðjunni. Eftir um 100m er beygt til vinstri að fjallshlíðinni og þar byrjar stikuð leið. Þaðan er upphækkunin frekar drjúg þar til komið er upp fyrir klettana. Eftir það er leiðin að mestu aflíðandi. Upp að fossi er gangan milli 30-45 mínútur en mælt er með því að klára hringinn og koma niður í Reykjarfjörðinn um kílómeter frá Djúpuvík. Þaðan er einfaldlega gengið eftir veginum til baka.