Græn skref í ríkisrekstri
Báðar starfsstöðvar Ferðamálastofu eru þátttakendur í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri. Græn skref í ríkisrekstri snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti og eru leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum og fá viðurkenningu eftir hvert skref.
Alls eru skrefin 5 talsins en aðgerðirnar skiptast í sex flokka. Þær miða einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi og hafa jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi starfsmanna sinna og draga úr rekstrarkostnaði.
Markmið verkefnisins er að:
- Gera starfssemi ríkisins umhverfisvænni
- Auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra
- Draga úr rekstrarkostnaði
- Innleiða áherslur í umhverfismálum sem þegar hafa verið samþykktar
- Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur fái viðurkenningu fyrir metnað sinn í umhverfismálum
- Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur geti innleitt aðgerðir á mismunandi hátt eftir umfangi og eðli starfsseminnar
- Aðgerðir stofnana í umhverfismálum séu sýnilegar
Umhverfismál hafa lengi verið í forgrunni hjá Ferðamálastofu. Þannig hefur Ferðamálastofa til dæmis veitt umhverfisverðlaun til ferðaþjónustuaðila síðan 1995 og rekur gæða- og umhverfiskerfið Vakann. Þá er starfsstöðin á Akureyri þátttakandi í svokallaðri „grænni leigu“ hjá Reitum fasteignafélagi, sem er samstarf Reita og viðskiptavinar um að starfrækja húsnæði með vistvænum hætti.
Nánar á: www.graenskref.is/