Skip to content

Þingmannahnjúkur

Nokkuð þægileg fjallganga með fallegu útsýni yfir Eyjafjörð og Akureyri.

More information

Region
Norðurland, Eyjafjarðarsveit
Level of difficulty
Level 2 - Medium difficult route
1 2 3 4
Markings
Marked trail, at regular intervals
Duration
1 - 2 hours
Surface
  • Grass
  • Unsmooth grassy surface
  • Wetlands
Obstacles
  • Step - A step, ledge, stair or low ledge that must be stepped on
  • Aqueduct - A ditch or a chute to divert water
Hazards
No hazards on the way
Service on the trail
No service
Lighting
Unilluminated
Period
Open all seasons
Gönguleiðin sem hér er lýst er sú sem í daglegu tali er kölluð Þingmannahnjúkur og er á nokkuð áberandi hnjúk austan í Vaðlaheiði. Hinn eiginlegi Þingmannahnjúkur er þó nokkru innar á heiðinni. Upphaf gönguleiðarinnar er við afleggjarann að Bænum Eyrarlandi. Frá Akureyri er ekið austur yfir Leirubrú, þaðan sem hnjúkurinn blasir við, beygt til hægri áleiðis fram í Eyjafjarðarsveit og aftur til vinstri eftir um 2 km leið. Skilti er við upphaf leiðarinnar en ekki bílastæði og þarf því að gæta þess að leggja vel út í vegarkanti. Fyrsti hluti leiðarinnar er norðan við lítið gildrag en fljótlega er sveigt aðeins til hægri. Eftir tæpan kílómetra tekur leiðin áberandi sveig til hægri og eftir það fer brattinn að aukast upp hlíðina. Eftir röskan kílómetra til viðbótar er komið á gamlan vegarslóða sem liggur upp undir sjálfan hnjúkinn. Leiðin er all vel stikuð, telst okkuð þægileg fjallganga og við flestra hæfi.