Aðalfundur Ráðstefnuskrifstofu Íslands
Aðalfundur Ráðstefnuskrifstofu Íslands (RSÍ) var haldinn þriðjudaginn 25. apríl síðastliðin. Ný stjórn var kjörin og hefur hún skipt með sér verkum þar sem Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu, var kjörinn formaður stjórnar.
Auk Ársæls eiga sæti í nýrri stjórn þau Svanhildur Konráðsdóttir f.h. Reykjavíkurborgar, Steinn Lárusson f.h. Icelandair, Kristján Daníelsson frá Radisson SAS og Kristín Sif Sigurðardóttir frá Atlantik. Einnig var kosin ný verkefnastjórn en í henni eiga sæti Helga Lára Guðmundsdóttir frá Iceland Travel, Addý Ólafsdóttir frá Icelandair, Hákon Þór Sindrason frá Lækjarbrekku, Þorbjörg Þráinsdóttir frá Congress Reykjavík og Hildur Ómarsdóttir frá Icelandair Hotels. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstöfum, yfirferð yfir stöðu verkefna- og fjárhagsætlun fyrir árið 2006, hélt Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis, erindi um rekstur Ráðstefnu- og tónlistarhúsins sem rísa mun á Miðbakka í Reykjavík.
Sem kunnugt þá er framkvæmd verkefna RSÍ vistuð hjá Ferðamálastofu samkvæmt sérstöku samkomulagi og hefur svo verið í nokkur ár. Anna Valdimarsdóttir verkefnisstjóri hjá Ferðamálastofu annast verkefni RSÍ á skrifstofu Ferðamálastofu í Reykjavík.