Fara í efni

Almannavarnir og öryggismál

Ferðamálastofa hefur skilgreindu hlutverki að gegna í tengslum við öryggismál ferðamanna. Meðal annars er kveðið á um það í Viðbragðsáætlun stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila en hlutverk áætlunarinnar er að tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð allra aðila á neyðartímum.

Öryggismál eru meðal áhersluatriða í ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030. Í tengslum við hana skipaði menningar- og viðskiptaráðuneytið starfshóp um öryggismál í ferðaþjónustu. Ferðamálastofa hefur umsjón með verkefninu og ber ábyrgð á framkvæmd og framvindu verkefnisins.

Í störfum sínum vill stofnunin tryggja upplýsingaflæði til ferðaþjónustunnar ásamt því að vera tenging greinarinnar við Almannavarnir þar og þegar þess er þörf. Er það gert með því meðal annars að senda út stöðuskýrslur reglulega á meðan hættustig er í gangi.

Viðbragsáætlun stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila

Viðbragðsáætlun stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila miðar að því að tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð allra aðila á neyðartímum.

Meginþættir áætlunarinnar eru að tryggja öryggi ferðamanna á Íslandi, lágmarka áhrif á flutning ferðamanna til og frá Íslandi, tryggja upplýsingaflæði til og frá ferðaþjónustuaðilum til Samhæfingarstöðvar almannavarna, miðla upplýsingum til ferðamanna og lágmarka áhrif neyðarástands á ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannalands.

Lykilaðilar í framkvæmd áætlunarinnar, auk Samhæfingarstöðvar almannavarna, eru Aðgerðastjórn ferðaþjónustunnar og Framkvæmdahópur ferðaþjónustunnar.

Áætlunin var virkjuð í fyrsta sinn í tengslum við jarðhræringarnar á Reykjanesi í nóvember 2023. Hún er nú til endurskoðunar  í ljósi þeirrar reynslu sem þá  fékkst.

Starfshópur um bætt öryggi ferðamanna

Menningar- og viðskiptaráðuneytið skipaði á árinu 2024 starfshóp um öryggismál í ferðaþjónustu sem lið í eftirfylgni með samþykktri aðgerðaáætlun ferðamálastefnu til ársins 2030. Ferðamálastofa hefur umsjón með verkefninu og ber ábyrgð á framkvæmd og framvindu verkefnisins.

Meginforsenda vinnu starfshópsins er aðgerð E.7 sem fjallar um bætt öryggi ferðamanna en markmið aðgerðarinnar er að tryggja öryggi ferðamanna um land allt, eins og kostur er, hvort sem um er að ræða á fjölsóttum áfangastöðum eða á ferð um landið almennt.

Hlutverk starfshóps

Starfshópurinn hefur það að meginhlutverki koma með tillögur að úrbótum á sviði öryggismála í ferðaþjónustu, tryggja samráð á milli hlutaðeigandi ráðuneyta, stofnana og atvinnugreinarinnar, auk þess að stuðla að framgangi verkefna sem hafa það að markmiði að bæta öryggi ferðamanna þvert á hið opinbera og atvinnulíf.

Meðal verkefna starfshóps er skoða með heildstæðum hætti regluverk er snýr að öryggi ferðamanna og eftirliti með því, upplýsingagjöf til ferðamanna, skráningu slysa og óhappa, áhættumat á áfangastöðum og fyrir tilteknar tegundir afþreyingar, fjarskiptasamband um landið og viðbragðstíma viðbragðsaðila.

Þá skal starfshópurinn einnig taka til skoðunar útgáfu reglugerðar þar sem nánar verði kveðið á um form og innihald öryggisáætlana og um framkvæmd við yfirferð og eftirfylgni með öryggisáætlunum. Í því samhengi skal hópurinn einnig huga að uppfærslu á leiðbeinandi reglum Ferðamálastofu um öryggismál ferðaskipuleggjenda og ferðaskrifstofa.

Kröfur og leyfisveitingar til ferðaþjónustuaðila sem starfa innan þjóðgarða skulu einnig teknar til skoðunar af starfshópnum, út frá öryggi ferðamanna í skipulögðum ferðum, sem og eftirlit með þeim rekstraraðilum.

Fulltrúar í starfshópi

Miðað er við að starfshópurinn hafi víðtækt samráð í starfi sínu, meðal annars við aðrar stofnanir, sveitarfélög, fagfélög, menntastofnanir og ferðaþjónustufyrirtæki.

Starfshópurinn er skipaður sem hér segir:

  • Dagbjartur Brynjarsson, Ferðamálastofu, formaður.
  • Ágúst Elvar Bjarnason, SAF.
  • Elín Sigurveig Sigurðardóttir, Icelandia, tilnefnd af SAF.
  • Gauti Daðason, innviðaráðuneyti.
  • Guðný Hrafnkelsdóttir, menningar- og viðskiptaráðuneyti.
  • Haukur Herbertsson, Mountaineers of Iceland, tilnefndur af SAF.
  • Helga Harðardóttir, heilbrigðisráðuneyti.
  • Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Vatnajökulsþjóðgarði, tilnefnd af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.
  • Kjartan Jón Björgvinsson, dómsmálaráðuneyti.

Ábendingar til starfshóps

Öryggi ferðamanna snertir málaflokka sem heyra undir ýmis ráðuneyti, stofnanir og samtök, og úrbætur á því sviði krefjast samstarfs og samhæfingar þvert á alla hagaðila sem koma að íslenskri ferðaþjónustu.

Hægt er að koma ábendingum á framfæri við starfshóp með því að fylla út skráningarform.

Stöðuskýrslur

Eitt af markmiðum Ferðamálastofu er að stíga fastar inn þegar kemur að öryggismálum ferðamanna og sem skref í því vill stofnunin tryggja upplýsingaflæði til ferðaþjónustunnar ásamt því að vera tenging ferðaþjónustunnar við Almannavarnir þar og þegar þess er þörf. Er það gert með því að upplýsa Aðgerðastjórn ferðaþjónustunnar um stöðu mála með reglubundnum hætti. Til stendur að Ferðamálastofa muni senda út stöðuskýrslur, á Aðgerðastjórn og Framkvæmdahóp, reglulega á meðan hættustig er í gangi.

23. ágúst 2024:

22. júní 2024:

21. júní 2024:

14. júní 2024:

3. júní 2024:

1. júní 2024:

30. maí 2024:

29. maí 2024:

Eldri skýrslur frá árinu 2024

4. apríl 2024:

20. mars 2024:

17. mars 2024:

15. mars 2024:

8. mars 2024:

3. mars 2024:

2. mars 2024:

27. febrúar 2024:

19. febrúar 2024:

14. febrúar 2024:

12. febrúar 2024:

8. febrúar 2024:

1. febrúar 2024:

19. janúar 2024:

17. janúar 2024:

15. janúar 2024:

14. janúar 2024:

12. janúar 2024:

6. janúar 2024:

Skýrslur ársins 2023

30. desember 2023:

29. desember 2023:

27. desember 2023:

13. desember 2023:

11. desember 2022:

8. desember 2023:

5. desember 2023:

30. nóvember 2023:

Upplýsingabæklingur vegna opnunar Grindavíkur

Hér að neðan eru tenglar á upplýsingabæklinga fyrir gesti og ferðaþjónustuaðila vegna opnar Grindavíkur fyrir almennri umferð, bæði á íslensku og ensku. Þá er hægt að prenta út og dreifa. Bendum einnig á að fylgjast með uppfærðum leiðbeiningum inn á www.grindavik.is, www.visitreykjanes.is og www.safetravel.is.