Ferðamál á norðursliðum - Fræðitímarit
Ferðamál á norðurslóðum (FerNor) er fagtímarit sem hóf útgáfu árið 2023. Tímaritið er gefið út af Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF). Útgáfan er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Hólum, Háskólans á Akureyri og Ferðamálastofu.
Markmið (FerNor) er að skapa vandaðan vettvang fyrir þverfræðilega umfjöllun um ferðamál, ferðamennsku og ferðaþjónustu á norðurslóðum og auka með því fræðilega þekkingu og styrkja faglega umræðu. Tímaritið fagnar framlagi frá hinum ýmsu fræðasviðum.
Lesa má nánar um helstu áherslur tímaritsins í ávarpi ritstjórnar.
FerNor tekur við fræðigreinum til ritrýni auk annars efnis, svo sem rannsóknarpistlum, samantektum frá ráðstefnum, bókadómum, viðtölum, o.fl. sem varðar ferðaþjónustu og ferðamál á norðurslóðum.
Fræðigreinar sem birtast í FerNor eru ritrýndar með gagnkvæmri leynd þar sem ritrýnar fá ekki upplýsingar um greinarhöfunda og greinarhöfundar fá ekki upplýsingar um ritrýna. Ritstjórn metur hvort grein falli innan efnissviðs tímaritsins og hvort hún sé tæk til ritrýni. Auk almennra krafna um fræðileg vinnubrögð, trausta röksemdafærslu og skýra framsetningu er ætlast til þess að höfundar fylgi reglum tímaritsins um frágang.
Opið er fyrir innsendingu efnis allt árið um kring og er það gefið út jafnóðum og það er tilbúið.
FerNor er eingöngu gefið út á rafrænu formi. Allt efni þess er í opnum aðgangi og er efni þess birt án endurgjalds fyrir jafnt höfunda sem lesendur.
Vefur tímaritsins er á slóðinni www.arctictourism.is