Fara í efni

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna

Erlendir farþegar til Íslands 2014-2023

Heildarfjöldi erlendra farþega til Íslands var um 2,2 milljónir árið 2023, þegar allir innkomustaðir eru taldir.

Eins og sjá má af töflu hér til hliðar sem sýnir þróunina í fjölda farþega til landsins á 10 ára tímabili varð mikil aukning á farþegum til landsins framan af, eða  fram til 2018. Um 14% fækkun varð milli ára 2018-2019 en farþegafjöldinn dróst síðan verulega saman þegar kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Farþegum fjölgaði aftur á milli áranna 2021 til 2022 og árið 2023 var hann kominn nálægt því sem hann var metárið 2018.

Tölur fyrir Keflavíkurflugvöll og Norrönu er hægt að greina niður eftir þjóðerni.

*Áætlaðaður fjöldi fyrir Akureyrarflugvöll er 3.590 farþegar fyrir árið 2023 en tölur fyrir Reykjavíkurfugvöll liggja ekki fyrir vegna áranna 2022 og 2023. Þær vega ekki þungt í heildinni, eða minna en 0,5% sé mið tekið af síðustu árum.

Ferðamenn frá 1949

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna með skipum og flugvélum 1949-2023 (Excel)

Heimild:

 

 

Fjöldi erlendra farþega með skemmtiferðaskipum

Til viðbótar eru farþegar skemmtiferðaskipa en þeir eru taldir sem dagsferðamenn. Árið 2023 komu rúmlega 300 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til Faxaflóaahafna.

Skemmtiferðaskipin hafa viðkomu í höfnum hringunn í kringum landið. Í Mælaborði ferðaþjónustunnar má skoða upplýsingar um fjölda skemmtiferðaskipa og farþega á öllum höfunum landsins, unnið upp úr gögnum SafeSeaNet sem er eftirlitskerfi með umferð skipa.