Samtengd ferðatilhögun (STF)?
Samkvæmt 5. tl. 4. gr. laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018 telst það samtengd ferðatilhögun þegar:
A.m.k. tvær mismunandi tegundir ferðatengdrar þjónustu eru keyptar vegna sömu ferðar en mynda ekki pakkaferð, enda eru gerðir aðskildir samningar við hvern ferðaþjónustuveitanda fyrir sig, og seljandinn hefur milligöngu um:
a. að ferðamenn velji og greiði sérstaklega fyrir hverja tegund ferðatengdrar þjónustu við einstaka heimsókn eða samskipti á sölustað hans, eða
b. með markvissum hætti, öflun a.m.k. einnar tegundar ferðatengdrar þjónustu til viðbótar frá öðrum seljanda, þar sem samningur við þann
seljanda er gerður innan 24 klst. frá staðfestingu bókunar fyrstu ferðatengdu þjónustunnar.
Það telst ekki samtengd ferðatilhögun ef aðeins er keypt ein tegund ferðatengdrar þjónustu skv. a–c-lið 1. tölul. og önnur þjónusta við ferðamenn skv. d-lið 1. tölul. ef sú þjónusta nemur minna en 25% af samanlögðu virði þjónustunnar og er ekki mikilvægur þáttur ferðarinnar eða auglýst sem slík.
Skv. 1. tl. 4 gr. laganna er ferðatengd þjónusta:
a. flutningur farþega,
b. gisting, sem hvorki er í eðlilegum tengslum við flutning farþega né til búsetu.
c. bifreiða og bifhjóla sem krefjast ökuréttinda í A-flokki,
d. önnur þjónusta við ferðamenn sem ekki er í eðlilegum tengslum við ferðatengda þjónustu skv. a–c-lið.
Á myndinni hér að neðan er skýrt út hvað felst í samstendri ferðatilhögun (STF).