Tökustaðir kvikmynda
Smellið á myndina til að opna kortið
Kortið sýnir staði þar sem þekktar erlendar kvikmyndir hafa verið teknar. Ef smellt er á stað birtist heiti kvikmyndarinnar ásamt vísun á nánari upplýsingar um hana. Velja má stakar kvikmyndir í valglugga.
Hver er tilgangurinn?
Ferðamálastofa vill auðvelda skipulagningu og vöruþróun í ferðamálum með því að gera upplýsingar um markverða staði aðgengilegar. Sumir hafa áhuga á stöðum sem hafa verið sögusvið þekktra kvikmynda og reynt er að gera grein fyrir þeim hér.
Hvernig eru þessir staðir valdir?
Notast var við aðgengilegar upplýsingar, t.d. frá Íslandsstofu. Ferðamálastofa er opin fyrir ábendingum um aðrar kvikmyndir og aðra staði en þá sem þarna koma fram.
Hvernig má nota upplýsingarnar?
Öllum er heimilt að nýta upplýsingarnar að vild enda sé heimilda getið í samræmi við reglur og venjur þar um. Mögulegt er að sækja gögnin og tengja þau inn í landupplýsingakerfi, aðrar vefsjár og önnur forrit t.d. Google Earth. Nánari upplýsingar um aðgengi aðgögnum og niðurhal
Ferðamálastofa ábyrgist ekki réttmæti upplýsinga sem fram koma í gögnunum né heldur ber stofnunin ábyrgð á afleiðingum sem kunna að hljótast af notkun þeirra.
Þeir sem kynnu að vilja koma með ábendingar eða leiðréttingar geta haft samband með því að senda tölvupóst á halldor@ferdamalastofa.is eða hringja í Ferðamálastofu í síma 535-5500.