Þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónstuna
Rannsóknarverkefnið um þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustuna er þriggja ára verkefni á vegum Ferðamálastofu sem ráðist var í haustið 2020. Verkefnið er unnið af Hagrannsóknum sf.
Fullbúnu geiralíkani ferðaþjónustunnar er ásamt fyrirliggjandi þjóðhagslíkönum ætlað að verða mikilvægt tæki til högg- og aðgerðagreiningar fyrir stjórnvöld og greinina (m.a. við áföll og búhnykki), meta áhrif ferðaþjónustunnar á efnahagslífið í heild (s.s. VLF og atvinnustig) og áhrif annarra þátta efnahagslífsins (s.s. gengis, verðlags, atvinnustigs og skatta) á ferðaþjónustuna. Líkaninu er einnig ætlað að spá fyrir um framlag ferðaþjónustunnar til efnahagslífsins og hagvaxtar í framtíðinni á grundvelli spáa um umsvif í ferðaþjónustu.
Áætluð verklok hjá Hagrannsóknum sf. eru um áramótin 2023/24 með skilum á fullbúnu þjóðhagslíkani fyrir ferðaþjónustuna (geiralíkani) í notendavænum hugbúnaði, með gagnvirkri tengingu við þjóðhagslíkan Hagstofu Íslands, til högg- og aðgerðagreiningar.
Hér að neðan er hægt að nálgast skýrslur og kynningar sem tengjast verkefninu.
- 21. maí 2024
- Þjóðhagslíkan nýtt til að meta áhrif breytinga á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna
-Unnið af Hagrannsóknum sf. að beiðni samtaka Ferðaþjónustunnar
- Þjóðhagslíkan nýtt til að meta áhrif breytinga á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna
- 19. mars 2024:
- 12. mars 2024
- Desember 2023:
- Ágúst 2023:
- Maí 2023:
- Mars 2023:
- Apríl 2022:
- Júní 2021:
- Febrúar 2021: