Aðgangur að gögnum og niðurhal
Uppfærsla á gögnum
Athugið að gögnin eru uppfærð jafnóðum og ábendingar eða nýjar upplýsingar berast en ekki í skilgreindum eða númeruðum uppfærsluskrefum. Það er því mikilvægt að notendur sæki sér nýjustu útgáfu af gögnunum eða tengist þeim beint gegnum fitjuþjónustu.
Ath. Þegar gögnunum er hlaðið niður sem shape-file hafa sumir notendur ArcGis fengið íslenska stafi brenglaða. Í þeim tilvikum á að vera nóg að endurskýra skrá sem hefur endinguna .cst, þ.e. breyta endingunni á henni í .cpg og þá les ArcGis gögnin rétt.
Sjá nánari upplýsingar í PDF-skjalinu hér að neðan:
Aðgangur að landupplýsingagögnum Ferðamálastofu