Staðir í Íslendingasögum
Smellið á myndina til að opna kortið
Ef smellt er á stað birtast setningar, með kaflanúmerum á undan innan sviga, þar sem heiti viðkomandi staðar kemur fyrir. Tilgangurinn er sá að auðvelda leit að þeim frásögnum sagnanna sem tengjast hverjum stað. Velja má stakar sögur í valglugga.
Hver er tilgangurinn?
Þessum upplýsingum er ætlað að gera það auðveldara að flétta sagnaarfinn inn í vöruþróun og stefnumótun í ferðamálum.
Hvernig eru þessir staðir valdir?
Fundin voru örnefni í íslendingasagnatexta sem er aðgengilegur í Netútgáfu Snerpu. Setningar, þar sem örnefnin koma fyrir, voru skráðar í gagnagrunn og hnit staðarins fundið.
Af hverju er tiltekinn staður ekki sýndur?
Örnefni sem erfitt var að tengja ákveðnum stað varð að sleppa. Einnig var sleppt örnefnum sem vísa til mjög stórra landssvæða, því tilgangurinn er fyrst og fremst sá að mynda tengingu milli staða og nærsvæða við íslendingasögurnar.
Af hverju vantar upplýsingar um aðgengi?
Sagnastaðirnir eru ólíkir áhugaverðum viðkomustöðum sem sýndir eru í annarri vefsjá að því leyti að það má njóta frásagnargildis þeirra úr fjarska.
Hvernig má nota upplýsingarnar?
Öllum er heimilt að nýta upplýsingarnar að vild enda sé heimilda getið í samræmi við reglur og venjur þar um. Upplýsingar um aðgengi og niðurhal
Ferðamálastofa ábyrgist ekki réttmæti upplýsinga sem fram koma í gögnunum né heldur ber stofnunin ábyrgð á afleiðingum sem kunna að hljótast af notkun þeirra.
Þeir sem kynnu að vilja koma með ábendingar eða leiðréttingar geta haft samband með því að senda tölvupóst á halldor@ferdamalastofa.is eða hringja í Ferðamálastofu í síma 535-5500.