Fara í efni

Ákvarðanir um fjárhæðir trygginga - hækkanir

Málsmeðferð árlegs endurmats trygginga, iðgjalds og eftir atvikum, stofngjalds er rafræn.

Ákvarðanir Ferðamálastofu um tryggingafjárhæðir, iðgjöld og, eftir atvikum, stofngjöld eru sendar ferðaskrifstofum eigi síðar en fjórum vikum fyrir gjalddaga, sem er 1. september ár hvert. Allar ákvarðanir Ferðamálastofu eru sendar rafrænt í tölvupósti á netfang tengiliðar, skv. uppgefnum upplýsingum.

Ferðatryggingasjóður þarf ávallt að vera bær til að valda hlutverki sínu komi til endurgreiðsluskyldu sjóðsins. Því þarf alltaf að gæta þess að hagsmunir sjóðsins séu tryggðir. Við ákvörðun um fjárhæð trygginga ber Ferðamálastofu því að taka mið af fjárhagsstöðu og áhættu af rekstri ferðaskrifstofa.

Samkvæmt 2. mgr. 10. gr. reglugerðar um Ferðatryggingasjóð nr. 812/2021 skal Ferðamálastofa ár hvert gefa út álagsviðmið  vegna beitingar hækkunarheimilda á grundvelli fjárhagsstöu ferðaskrifstofa. Álagsviðmiðin eru undirrituð af ráðherra, undirrituð viðmið má nálgast hér.

Álagsviðmið vegna ársins 2024 eru:

  • Ef hlutfall veltufjár er undir 1,2
  • Ef hlutfall eiginfjár er lægra en 5% 
  • Fjárhæðir inneigna sem ferðamenn hafa greitt fyrir pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun sem ekki verða afhentar eða endurgreiddar yfirstandandi ári og ekki teljast til innborgana vegna reglulegrar starfsemi.

Ferðaskrifstofur með tryggingaskylda ársveltu undir 20 milljónum það ár sem tryggingafjárhæð reiknast út frá eru undanþegnar álagi vegna fjárhagsstöðu.

Tryggingafjárhæðir eru metnar út frá framlögðum gögnum ferðaskrifstofa hverju sinni. Mikilvægt er að framlagðar upplýsingar séu réttar svo að fjárhæðir trygginga séu ákvarðaðar á réttum forsendum.

Spurt og svarað um hækkanir tryggingafjárhæða

Hver er ávinningur nýs tryggingakerfis? 

Nýju tryggingakerfi er ætlað að vera til hagsbóta fyrir neytendur og ferðaskrifstofur.

Ferðatryggingasjóðskerfið er neytendaréttarkerfi sem ætlað er að endurgreiða að fullu greiðslur sem greiddar eru fyrir pakkaferðir eða samtengda ferðatilhögun komi til ógjaldfærni eða gjaldþrots seljanda eða ef leyfi hans er fellt niður skv. 27. gr. (vanskil á greiðslu iðgjalds eða stofngjalds á gjalddaga, trygging ekki lögð fram eða ekki eru veittar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að meta fjárhæð iðgjalds og tryggingar).

Fyrirkomulagi tryggingakerfisins er einnig ætlað að koma ferðaskrifstofum til góða. Tryggingakerfið er samtryggingakerfi sem byggist á:

  • Stofngjaldi
  • Árlegum iðgjaldsgreiðslum
  • Sérstakri tryggingu sem hver og ein ferðaskrifstofa leggur fram og ákvörðuð er af Ferðamálastofu skv. framlögðum gögnum.

Með greiðslu stofngjalds og árlegs iðgjalds í samtryggingasjóð er ferðaskrifstofum gert kleift að leggja fram lægri tryggingafjárhæðir en var skv. eldra kerfi. Með samtryggingarkerfi í formi tryggingasjóðs ætti fjárbinding ferðaskrifstofa af bankaábyrgðum vegna trygginga að lækka umtalsvert sem ætti að bæta rekstrarskilyrði þeirra.

Af hverju er verið að ákveða tryggingafjárhæðir með álagi?

Ferðamálastofu ber lögum samkvæmt, við ákvörðun um fjárhæð tryggingar, að taka mið af fjárhagsstöðu seljanda og áhættu af rekstri hans. Gefi fjárhagsstaða ferðaskrifstofu tilefni til að ætla að hún kunni að verða ógjaldfær ber Ferðamálastofu að taka mið af því.

Í slíkum tilfellum er heimilt að hækka fjárhæð tryggingar á grundvelli alagsviðmiða skv. 2. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar

Heimild til hækkunar tryggingafjárhæðar

Heimilt er að hækka fjárhæð trygginga skv. 10. gr. reglugerðar um sjóðinn ef:

Fyrirsjáanlegt er að tryggingaskyld velta verði mun meiri en þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun um tryggingafjárhæð gáfu til kynna, í slíkum tilfellum ber ferðaskrifstofum að tilkynna Ferðamálastofu um aukna veltu.

Sérstök áhætta er talin af rekstri seljanda vegna fjárhagsstöðu. Ferðamálstofa skal ár hvert gefa út álagsviðmið sem undirrituð eru af ráðherra.

Ef ælta má að framlögð gögn skv. 7. gr. reglugerðarinnar leiði til þess að tryggingaþörf verði vanmetin, í þeim tilfellum er heimilt að ákvarða tryggingafjárhæð allt að útreiknaðri grunntryggingafjárhæð.

Álagsviðmi Ferðamálastofu vegna hækkunar tryggingafjárhæða á grundvelli fjárhagsstöðu fyrir árið 2024 eru:

  • Hlutfall veltufjár (VFH) er undir 1,2
  • Hlutfall eiginfjár (EFH) er lægra en 5%
  • Fjárhæð inneigna sem ferðamenn hafa greitt fyrir pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun sem ekki verða farnar eða endurgreiddar á yfirstandandi ári. Einkum er átt við inneignir sem ferðamenn hafa kosið að eiga inni hjá ferðaskrifstofum vegna pakkaferða sem hefur verið aflýst, þær afpantaðar eða þeim frestað vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna.

Ferðaskrifstofur með tryggingaskylda ársveltu undir 20 milljónum það ár sem tryggingafjárhæð reiknast út frá undanþegnar álagi vegna fjárhagsstöðu.

Hver eru sjónarmiðin við mat á áhættu?

Tekið er tillit til tvenns konar sértækrar áhættu Ferðatryggingasjóðs af rekstri hverrar ferðaskrifstofu við ákvörðun um áhættuálag á fjárhæð tryggingar hennar skv. grunnútreikningi eins og honum er lýst í 7. gr. reglugerðar um Ferðatryggingasjóð. Heimild til álagningar áhættuálags kemur fram í 10. gr. reglugerðarinnar. Þessi áhætta er:

  • Greiðslufallsáhætta vegna sölu á tryggingarskyldum ferðum sem eru hluti af venjulegum yfirstandandi rekstri
  • Greiðslufallsáhætta vegna inneigna sem viðskiptavinir ferðaskrifstofu hafa kosið að eiga og eru umfram þær inneignir sem grunnútreikningur skv. 7.gr. nær yfir og eru einkum til komnar vegna Covid-19 síðan vorið 2020.

Hvernig er álaginu beitt?

Álagið er byggt á veltufjárhlutfalli (VFH) og eiginfjárhlutfalli (EFH) ferðaskrifstofa.

Í álaginu er vægi VFH 2/3 og EFH 1/3.

Álagið getur hæst orðið 50% og lægst 8% af reiknaðri grunntryggingafjárhæð (GT), ef álagi er á annað borð beitt. Ferðaskrifstofur með tryggingaskylda ársveltu undir 20 milljónum það ár sem tryggingafjárhæð reiknast út frá eru undanþegnar álagi.

Hver álagsprósentan er í hverju tilviki fer eftir samsetningu veltufjárhlutfalls og eiginfjárhlutfalls  en hvoru hlutfalli um sig er skipt í þrjá flokka.

Álagið er fundið með eftirfarandi hætti:

  • Fyrst er grunntryggingafjárhæðin (GT) reiknuð út skv. 7. gr. reglugerðarinnar
  • Þá er tryggingafjárhæðin (T) reiknuð út skv. reiknireglu 7. gr. reglugerðarinnar.
  • Síðan er (T) fjárhæðin dregin frá (GT) fjárhæðinni (GT-T)
  • Síðan er fundin álagsprósenta miðað við samsetningu VFH og EFH
  • Þá er niðurstöðufjárhæðin úr (GT-T) margfölduð með álagsprósentunni, (GT-T)*álagsprósenta = fjárhæð álags (Á).
  • Álagsfjárhæðinni er síðan bætt við útreiknaða tryggingafjárhæð (T): T + Á. Niðurstaðan er þá sú fjárhæð sem ferðaskrifstofu ber að leggja fram í tryggingu.
  • Séu inneignir fyrir hendi, sem ferðamenn hafa greitt fyrir pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun sem ekki verða farnar eða endurgreiddar á yfirstandandi ári, er þeim bætt við útreiknaða tryggingafjárhæð, T + álag + inneignir. Niðurstaðan er þá sú fjárhæð sem ferðaskrifstofu með slíkar inneignir í bókum sínum ber að leggja fram í tryggingu.

Hvernig skiptist álagið á milli veltufjárhlutfalls og eiginfjárhlutfalls?

Til útskýringar og einföldunar á hvernig álagsprósentan getur orðið er best að sýna það með litakóðum.   

Veltufjárhlutfallið (VFH):

VFH er undir 1 litakóðinn er rauður
VFH frá og með 1 upp að 1,2 litakóðinn er gulur
VFH er 1,2 eða hærra litakóðinn er grænn

Eignfjárhlutfallið (EFH):

EFH er neikvætt (undir 0%) litakóðinn er rauður
EFH frá og með 0% upp að 5% litakóðinn er gulur
EFH er 5% eða hærra litakóðinn grænn

Ef VFH og EFH bæði rauð er álagið 50%.
Ef VFH og EFH er álagið 42%
Ef VFH og EFH er álagið  33%
Ef VFH og EFH er álagið 33%
Ef VFH og EFH er álagið  25%
Ef VFH og EFH er álagið 17%
Ef VFH og EFH er álagið  17%
Ef VFH og EFH er álagið  8%
Ef VFH og EFH er ekkert álag.

Ferðaskrifstofur með tryggingaskylda ársveltu undir 20 milljónum það ár sem tryggingafjárhæð reiknast út frá undanþegnar álagi vegna fjárhagsstöðu.

Af hverju er veltufjárhlutfallið (VFH) miðað við 1,2?

Miðað er við veltufjárhlutfall (hlutfall veltufjármuna og skammtímaskulda í efnahagsreikningi) þar sem það er lykilmælikvarði á greiðsluhæfi fyrirtækis til næstu 12 mánaða litið.

Í ljósi eðlis rekstrar ferðaskrifstofa er eðlilegast að miða við veltufjárhlutfallið þar sem það segir mikið um rekstrarstöðu fyrirtækisins og getu þess til að standa við skuldbindingar sínar næstu mánuðina. Eigi fyrirtæki í raun nægjanlegt veltufé sem umbreyta má í reiðufé fyrirvaralítið getur það greitt skammtímaskuldbindingar sínar. Inneignir viðskiptavina vegna tryggingarskyldra ferða, hvort sem um er að ræða inneignir sem ferðamenn hafa kosið að eiga í stað endurgreiðslu eða innborganir á væntanlegar ferðir, eru á meðal skammtímaskulda ferðaskrifstofa.

Horfa verður til þess að mögulegt er að bókfært virði veltufjármuna sé ekki að fullu hægt að umbreyta í reiðufé til greiðslu skuldbindinga með skömmum fyrirvara eða yfirleitt; raunvirði þeirra getur verið og er ósjaldan lægra en bókfært virði. Þetta á sérstaklega við í krísuaðstæðum eins og nú eru uppi í ferðaþjónustunni.

Ferðamálastofa telur eðlilegt og varfærið að miða við veltufjárhlutfall að lágmarki 1,2 og að hlutfall undið því lágmarki sé merki um aukna hættu á ógjaldfærni.

Veltufjárhlutfall á bilinu 1,0-1,19 sé merki um aukna greiðslufallsáhættu, sem leiðir til álags á grunntryggingafjárhæðina (GT) og veltufjárhlutfall undir 1,0 þýði að verulega óvissa ríki um greiðslugetu ferðaskrifstofu enda á hún ekki fyrir skammtímaskuldum sínum skv. eigin bókhaldi. Leiðir það til tvöfalds áhættuálags.

Veltufjárhlutfallið er beinn mælikvarði á greiðsluhæfi fyrirtækis og fær það því meiri vigt í mati Ferðamálastofu á greiðslufallsáhættu en eiginfjárhlutfallið eða 2/3 á móti 1/3 vægi eiginfjárhlutfalls.

Af hverju er eiginfjárhlutfallið (EFH) miðað við 5%?

Eiginfjárhlutfallið segir mikið til um tapsþol fyrirtækja. Eiginfjárstyrkur fyrirtækis er annar meginmælikvarði á horfurnar um rekstrarhæfi þess; hvort það sé líklegt til að geta verið í áframhaldandi rekstri amk. næsta árið (e. going concern).

Fyrirtæki með neikvætt eiginfé er tæknilega gjaldþrota og fyrirtæki með lítið eiginfé í fjármögnun rekstrarins á móti lánsfé er verr undir áföll búið en fyrirtæki með sterkan eiginfjárgrunn. Af þessum ástæðum aukast líkurnar á greiðslufalli ferðaskrifstofu, að öðru jöfnu, ef eiginfjárhlutfall er lágt og líkurnar aukast verulega ef eiginfé er orðið neikvætt, sem jafnan er afleiðing bæði vanfjármögnunar og taprekstrar.

Í ljósi ofangreinds er það mat Ferðamálastofu að eðlilegt sé að miða útreikning áhættuálags einnig við eiginfjárhlutfall. Ákvarðar Ferðamálastofa því álag á tryggingafjárhæð fyrirtækja sem eru með eiginfjárhlutfall á bilinu 0% til 4,99% og tvöfalt álag á þau félög sem eru með neikvætt eiginfjárhlutfall.

Vægi eiginfjárhlutfalls við ákvörðun áhættuálags í heild hjá tryggingataka er 1/3 á móti veltufjárhlutfalli, þar sem eiginfjárhlutfallið er óbeinni mælikvarði á greiðsluhæfi en veltufjárhlutfallið.

Af hverju er vægi veltufjárhlutfalls meira en vægi eiginfjárhlutfalls?

Veltufjárhlutfall er beinn mælikvarði á greiðsluhæfi tryggingataka næstu 12 mánuði eftir uppgjör og fær það því mesta vigt við mat á aukinni tryggingaþörf vegna bágs rekstrar (2/3 vægi).

Eiginfjárhlutfall er mælikvarði á hversu vel tryggingataki er fjármagnaður, sem hefur sömuleiðis mikilvæg áhrif á greiðslufallsáhættu en með óbeinni hætti. Því fær eiginfjárhlutfall minna vægi við ákvörðun álags (1/3 vægi).

Af hverju eru inneignir teknar með?

Staðfestingargreiðslur og innborganir á væntanlegar pakkaferðir

Inneignir viðskiptavina sem til staðar eru hjá ferðaskrifstofum vegna núverandi rekstrar og fram koma í upplýsingum frá þeim til Ferðamálstofu mynda hluta forsendna venjubundins útreiknings tryggingafjárhæðar (T) í hinu nýja kerfi og þarf ekki að taka tillit til að öðru leyti. Hér er um að ræða svokallaðar staðfestingargreiðslur og greiðslur (innborganir) vegna væntanlegra ferða.

Inneignir sem ferðamenn hafa kosið að eiga í stað þess að fá endurgreiðslu vegna afpantaðra, aflýstra eða frestaðra ferða

Inneignir sem ferðamenn hafa kosið að eiga hjá ferðaskrifstofu vegna pakkaferða eða samtengdrar ferðatilhögunar sem ekki koma til afhendingar í formi ferðar eða endurgreiðslu á yfirstandandi ári verða lagðar við útreiknaða tryggingafjárhæð hvort sem tryggingafjárhæðin er ákveðin með eða án álags skv. hækkunarheimild 10. gr. reglugerðarinnar.

Það er mat  Ferðamálastofu, með tilliti til hagsmuna sjóðsins og aðila að honum, að eðlilegt sé að þær skuldbindingar sem eru í formi inneigna sem ferðamenn hafa kosið að eiga hjá ferðaskrifstofu vegna kaupa á pakkaferð eða samtengdri ferðatilhögun hefur verið frestað eða aflýst vegna óvenjulegra eða óviðráðanlegra aðstæðna, og ekki hefur verið afhent í formi nýrrar ferðar eða endurgreidd, beri ferðaskrifstofan sjálf þar til ferð hefur verið farin eða endurgreiðsla átt sér stað.  

Inneignirnar eru lagðar við útreiknaða tryggingafjárhæð hvort sem tryggingafjárhæðin er ákveðin með eða án álags.

Dæmi um beitingu viðmiða álags og inneigna

Dæmi: VFH er undir 1 og EFH er undir 0% (bæði hlutföllin eru rauð)

Útreiknað GT = 32.000.000 (skv. 7. gr. reglugerðarinnar)

Útreiknað T = 4.500.000 (skv. 7. gr. reglugerðarinnar)

Þar sem bæði hlutföll eru rauð er álagsprósentan 50%

(GT-T)*álag = (32.000.000-4.500.000) * 50% = 13.750.000. Álagið er þá 13,75 milljónir.

Þá er álaginu bætt við T: 4.500.000 + 13.750.000 = 18.250.000 sem er ákvörðuð tryggingafjárhæð.

Ef tilteknar inneignir eru fyrir hendi, eins og þeim er lýst hér að framan, t.d. 6.000.000 kr., þá bætast þær við T+álag: (4.500.000 + 13.750.000) + inneignir (6.000.000)= 24.250.000.

Í þessu dæmi er ákvörðuð tryggingafjárhæð 24.250.000.

(GT-T)* álagsprósentan = álagsfjárhæð

T+álagsfjárhæð = ákvörðuð tryggingafjárhæð

Ef inneignir þá T+álagsfjárhæð + inneignir = ákvörðuð tryggingafjárhæð

Hvað er grunntryggingafjárhæð (GT) og hvað felst í henni?

Grunntryggingafjárhæðin (GT) er mælikvarði á áhættu við þrot ferðaskrifstofu vegna fyrirfram greiðslna sem búið er að taka við og vegna þeirra ferðamanna sem eru í ferðum komi til gjaldþrots.

GT er ætlað að reikna inneignir skv. venjubundnum rekstri í eðlilegu árferði. Í GT felast þær upphæðir sem búið er að taka við á hverjum tíma og kostnaður við þá sem eru í ferðum.

Hvað er tryggingafjárhæð (T) og hvað felst í henni?

Tryggingafjárhæðin (T) er útreiknuð tryggingafjárhæð sem talið er að sé nægileg fjárhæð til að leggja fram þegar rekstur er í góðu lagi.

Tryggingafjárhæðin (T) er hugsuð sem afsláttur af grunntryggingastærðinni (GT). Er hún að jafnaði um 12% af (GT) en getur farið niður í 3%. Hlutfallið tekur mið af tryggingaskyldri veltu næstliðins árs. 12% miðast við tryggingaskyldar tekjur undir þrjú hundruð milljónum en 3% miðast við tryggingaskyldar tekjur yfir tveimur milljörðum. Afslátturinn er meiri eftir því sem fyrirtæki er stærra þar sem reynslan hefur sýnt að minni hætta er á því að stærri fyrirtækin fari í þrot.

Hvernig er tryggingafjárhæð reiknuð út ef hækkunarheimild er ekki beitt?

Við ákvörðun á fjárhæð trygginga er reiknuð út grunntryggingafjárhæð (GT) skv. reiknireglunni; GT = G*(N/30)+G*h+G*d/30 og tryggingafjárhæð (T) skv. reiknireglunni; T = a (V) * GT, sem er sú tryggingafjárhæð sem ferðaskrifstofu ber að leggja fram.

Grunntryggingafjárhæð:

  • (G) grunntala sem er meðaltal tryggingaskyldrar veltu tveggja tekjuhæstu mánaða síðasta og yfirstandandi rekstrarárs
  • (N), meðalfjöldi daga frá fullnaðargreiðslu þar til ferð hefst
  • (h) meðalhlutfall staðfestingargreiðslu af heildargreiðslu
  • (d) meðallengd ferða í dögum

Ofangreind gildi skulu fundin fyrir síðasta og yfirstandandi rekstrarár.

Tryggingafjárhæð:

Til viðbótar er fundin tryggingaskyld velta (V) síðasta rekstrarárs og hlutfall af henni (a).

Hlutfallið a(V) skal vera:

12% ef ársvelta er minni en 300 m. kr.,

12% - 6% * (V - 300 m.kr.) / 700 m. kr. ef V er milli 300 m. kr. og 1 ma. kr.

6% - 2% * (V - 1 ma.kr.) / 1 ma. kr. ef V er milli 1 og 2 ma. kr.

max(4%-2%*(V-2 ma kr.)/3 ma kr.,2%) ef V er stærra en 2 ma kr. (m.ö.o. a(V) verður lægst 2%).

Tryggingafjárhæð verður T = a (V) * GT.

Niðurstaða síðasta og yfirstandandi rekstrarárs skulu bornar saman og sú tryggingafjárhæð valin sem hærri er.

Fjárhæð tryggingar skal aldrei vera lægri en 500.000 kr.

Hverjir sæta hækkunum?

Þær ferðaskrifstofur sem sæta hækkunum eru þær sem hafa veltufjárhlutfall undir 1,5 og/eða  hlutfall eiginfjár undir 20% skv. ársreikningi næstliðins árs. Ferðaskrifstofur með tryggingaskylda ársveltu undir 20 milljónum það ár sem tryggingafjárhæð reiknast út frá undanþegnar álagi vegna fjárhagsstöðu.

Inneignir sem eiga uppruna sinn utan núverandi og venjulegs rekstrar þarf hins vegar að tryggja krónu á móti krónu. 

Er hægt að óska endurskoðunar á ákvörðun?

Tryggingafjárhæðir eru metnar út frá framlögðum gögnum ferðaskrifstofa.

Mikilvægt er að framlagðar upplýsingar séu réttar svo að fjárhæðir trygginga séu ákvarðaðar á réttum forsendum.

Samkvæmt stjórnsýslulögum á aðili rétt á því að fá mál sitt tekið til meðferðar á ný, ef ákvörðunin hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik.

Hafi orðið breyting á fjárhagsstöðu ferðaskrifstofa, s.s. framlagðar upplýsingar verið rangar, inneignir afhentar eða endurgreiddar o.s.frv., er hægt að óska endurmats á tryggingafjárhæðinni.

Nánari upplýsingar um endurupptöku ákvörðunar um tryggingafjárhæð má nálgast hér.

 

Hvenær þarf að hafa lagt fram nýja tryggingu?

Ef um hækkun tryggingarfjárhæðar er að ræða þarf að leggja fram hækkaða tryggingu í síðasta lagi 1. september ár hvert.

Hvenær er gjalddagi iðgjaldsins?

Gjalddagi iðgjaldsins er 1. september ár hvert.

Hverjir sæta hækkunum

Þær ferðaskrifstofur sem sæta munu hækkun eru þær sem hafa veltufjárhlutfall 1,2 og lægra og/eða eigið fé undir 5% skv. ársreikningi næstliðsins fjárhagsárs.

Séu hlutföll veltufjár og eigin fjár undir ofangreindum mörkum bætist við álag á útreiknaða tryggingafjárhæð. Ferðaskrifstofur með tryggingaskylda ársveltu undir 20 milljónum það ár sem tryggingafjárhæð reiknast út frá undanþegnar álagi vegna fjárhagsstöðu.

Séu sérstakar inneignir fyrir hendi, sem ferðamenn eiga inni vegna pakkaferða eða samtengdrar ferðatilhögunar sem hafa verið afpantaðar, aflýst eða frestað vegna Covid-19 aðstæðna og koma ekki til afhendingar á yfirstandandi ári, bætist fjárhæð inneignanna óbreytt við tryggingafjárhæðina óháð því hvort um álag er að ræða eða ekki.

Reiknireglur skv. 7. gr. reglugerðar um Ferðatryggingasjóð nr. 812/2021

Tryggingarfjárhæð er reiknuð út frá reiknireglu skv. 7. gr. reglugerðarinnarinnar. Forsendur 7. gr. reglugerðarinnar má finna hér.

Útreikningurinn er metinn út frá gögnum síðasta og yfirstandandi árs og gildir sú niðurstaða sem hærri er.   

Viðmið hækkana tryggingafjárhæða

Við ákvörðun um fjárhæð trygginga er Ferðamálastofu skylt að taka mið af fjárhagsstöðu aðila og áhættu af rekstri þeirra. Vegna hækkunar tryggingafjárhæða á grundvelli fjárhagsstöðu gefur Ferðamálastofa út álagsviðmið ár hvert, í samræmi við 2. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar. Viðmiðin 

Álagsviðmið Ferðamálastofu vegna árlegs endurmats tryggingafjárhæða árið 2024 fela í sér að sé veltufjárhlutfall ferðaskrifstofu undir 1,2 og/eða eiginfjárhlutfall er undir 5% mun Ferðamálastofa beita sérstöku álagi við ákvörðun tryggingarfjárhæðar. Ferðaskrifstofur með tryggingaskylda ársveltu undir 20 milljónum það ár sem tryggingafjárhæð reiknast út frá undanþegnar álagi

Með beitingu hlutlægra viðmiða er tryggt að horft er til sömu atriða í öllum málum, málsmeðferð sú sama í öllum málum, jafnræði er tryggt meðal aðila og komið er í veg fyrir að huglægt mat hafi áhrif á ákvarðanatöku í hverju tilfelli.

Séu sérstakar inneignir fyrir hendi, sem ferðamenn eiga inni vegna pakkaferða eða samtengdrar ferðatilhögunar sem voru afpantaðar, aflýst eða frestað vegna óvenjulegra eða óviðráðanlegra aðstæðna og koma ekki til afhendingar á yfirstandandi ári, bætist fjárhæð inneignanna óbreytt við tryggingafjárhæðina óháð því hvort um álag er að ræða eða ekki.

Við útreiknining álags vegur veltufjárhlutfallið 2/3 og eiginfjárhlutfallið 1/3. Álagsprósentan er á bilinu 8%-50% en það fer svo eftir samsetningu hlutfallanna hver álagsprósentan er, sjá síðar.

Ferðaskrifstofur með tryggingaskylda ársveltu undir 20 milljónum það ár sem tryggingafjárhæð reiknast út frá undanþegnar álagi vegna fjárhagsstöðu.

Við beitingu viðmiðananna er reiknuð út grunntryggingafjárhæðin (GT) og síðan tryggingafjárhæðin (T) skv. 7. gr. reglugerðarinnar. og er viðmiðununum beitt með þrenns konar hætti:

Viðmiðununum verður beitt með þrenns konar hætti:

  1. þegar álagsforsendur eiga við
  • Formúlan er: (GT-T)*álagsprósenta = álagsfjárhæð (Á)
  • Heildartryggingafjárhæð (HT) = T + Á

      2. þegar álagsforsendur eiga við og sérstrakar inneignir eru fyrir hendi

  • Formúlan er: (GT-T)*álagsprósenta = Á
  • HT = T+ Á + inneignir

      3. þegar álagsforsendur eiga ekki við en sérstakar inneignir eru fyrir hendi

  • Formúlan er: HT = T + inneignir

Grunntryggingafjárhæð (GT)

Grunntryggingafjárhæðin (GT) er mælikvarði á áhættu ferðaskrifstofu vegna fyrirframgreiðslna sem búið er að taka við og vegna þeirra ferðamanna sem eru í ferðum.

GT er ætlað að reikna inneignir skv. venjubundnum rekstri á eðlilegu árferði. Í GT felast þær upphæðir sem búið er að taka við á hverjum tíma og kostnaður við þá sem eru í ferðum.

Tryggingafjárhæð (T)

Tryggingafjárhæðin (T) er útreiknuð tryggingafjárhæð sem talið er að sé nægileg fjárhæð til að leggja fram þegar rekstur er í góðu lagi.

T er hugsuð sem afsláttur af GT stærðinni, frá 12% niður í 2%. Hlutfallið tekur mið af tryggingaskyldri veltu síðasta árs. 12% miðast við tryggingaskyldar tekjur undir þrjúhundruð milljónum en 2% miðast við tryggingaskyldar tekjur yfir fimm milljörðum.

Afslátturinn er meiri eftir því sem fyrirtæki er stærra þar sem reynslan hefur sýnt að minni hætta er á því að stærri fyrirtækin fari í þrot.

Álag

Álagið er byggt á veltufjárhlutfalli og hlutfalli eigin fjár ferðaskrifstofa.
Í álaginu er vægi veltufjárhlutfalls (VFH) 2/3
Í álaginu er vægi hlutfall eigin fjár (EFH) 1/3

Álagið er fundið með eftirfarandi hætti:

  1. Fyrst er grunntryggingafjárhæðin (GT) reiknuð út skv. 7. gr. reglugerðarinnar
  2. Tryggingafjárhæðin (T) er reiknuð út skv. reiknireglu 7. gr. reglugerðarinnar.
  3. (T) fjárhæðin dregin frá GT fjárhæðinni (GT-T)
  4. Álagsprósentan er fundin miðað við samsetningu VFH og EFH, sjá síðar.
  5. Nðurstöðufjárhæðin úr (GT-T) er margfölduð með álagsprósentunni, (GT-T)*álagsprósenta = fjárhæð álags (Á).
  6. Álagsfjárhæðinni er síðan bætt við útreiknaða tryggingafjárhæð (T): T + Á. Niðurstaðan er þá sú fjárhæð sem ferðaskrifstofu ber að leggja fram.
  7. Séu sérstakar inneignir fyrir hendi er þeim bætt við útreiknaða tryggingafjárhæð, T + álag + inneignir. Niðurstaðan er þá sú fjárhæð sem ferðaskrifstofu ber að leggja fram.

Álagið getur hæst orðið 50% og lægst 8% sem margfaldað er með (GT-T). Ferðaskrifstofur með tryggingaskylda ársveltu undir 20 milljónum það ár sem tryggingafjárhæð reiknast út frá undanþegnar álagi vegna fjárhagsstöðu.
Hver álagsprósentan er í hverju tilviki fyrir sig fer eftir samsetningu VFH og EFH en hvoru hlutfalli um sig er skipt í þrjá flokka.
Til útskýringar og einföldunar á hvernig álagsprósentan getur orðið er best að sýna það með litakóðum.   

Veltufjárhlutfallinu (VFH):

VFH er undir 1 litakóðinn er rauður
VFH frá og með 1 upp að 1,2 litakóðinn er gulur
VFH er 1,2 eða hærra litakóðinn er grænn

Eignfjárhlutfallinu (EFH):

EFH er neikvætt (undir 0%) litakóðinn er rauður
EFH frá og með 0% upp að 5% litakóðinn er gulur
EFH er 5% eða hærra litakóðinn grænn

Ef VFH og EFH bæði rauð er álagið 50%.
Ef VFH og EFH er álagið 42%
Ef VFH og EFH er álagið 33%
Ef VFH og EFH er álagið 33%
Ef VFH og EFH er álagið 25%
Ef VFH og EFH er álagið 17%
Ef VFH og EFH er álagið 17%
Ef VFH og EFH er álagið 8%
Ef VFH og EFH er ekkert álag.

Til að ákvarða fjárhæð trygginga þegar forsendur álags eiga við er formúlan (GT-T)*álags% = Álagsfjárhæð => T+álagsfjárhæð = ákvörðuð tyggingafjárhæð
Ef sérstakar inneignir eru fyrir hendi er formúlan T+álagsfjárhæð + inneignir = ákvörðuð tryggingafjárhæð

Dæmi: VFH er undir 1,2 og EFH er undir 5% (bæði hlutföllin eru rauð)
Útreiknað GT = 32.000.000 (skv. 7. gr. reglugerðarinnar)
Útreiknað T = 4.500.000 (skv. 7. gr. reglugerðarinnar)
Þar sem bæði hlutföll eru rauð er álagsprósentan 50%
(GT-T)*álag = (32.000.000-4.500.000) * 50% = 13.750.000. Álagið er þá 13,75 milljónir
Þá er álaginu bætt við T: 4.500.000 + 13.750.000 = 18.250.000 sem er ákvörðuð tryggingafjárhæð.

Ef sérstakar inneignir eru fyrir hendi t.d. 6.000.000 þá bætast þær við T+álag (4.500.000 + 13.750.000) + inneignir (6.000.000)= 24.250.000.

Í þessu dæmi er ákvörðuð tryggingafjárhæð 24.250.000.

(GT-T)* álagsprósentan = álagsfjárhæð
T+álagsfjárhæð = ákvörðuð tryggingafjárhæð
Ef inneignir þá T+álagsfjárhæð + inneignir = ákvörðuð tryggingafjárhæð

Veltufjárhlutfall

Veltufjárhlutfallið segir mikið um rekstrarstöðu fyrirtækisins og getu þess til að standa við skuldbindingar sínar næstu mánuðina.

Hlutfall eigin fjár
Eiginfjárhlutfallið sýnir fjárhagslegan styrk félags til að mæta mótbyr án þess að skerða skuldbindingar sínar við aðra en hluthafa.

Sérstakar inneignir

Inneignir ferðamanna vegna pakkaferða eða samtengdrar ferðatilhögunar sem voru afpantaðar, aflýst eða frestað vegna óvenjulegra eða óviðráðanlegra aðstæðna vegna Covid 19 og ekki koma til afhendingar á yfirstandandi ári verða lagðar við útreiknaða tryggingafjárhæð hvort sem tryggingafjárhæðin er ákveðin skv. reiknireglu reglugerðarinnar eða með álagi skv. hækkunarheimild 10. gr. reglugerðarinnar.