Utanferðir Íslendinga
Fjöldi þeirra Íslendinga sem fer utan í gegnum Keflavíkurflugvöll er metinn með sama hætti og gildir um önnur þjóðerni, þ.e. út frá kerfisbundnu úrtaki sem tekið er meðal farþega áður en komið er inn á brottfararsvæði Keflavíkurflugvallar. Niðurstöður eru hugsaðar sem viðbótarupplýsingar við farþegatölur Isavia til að geta greint fjölda ferðamanna til landsins eftir þjóðernum og ber að skoða þær með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin felur í sér.
Í lýsigögnum fyrir brottfarartalningar farþega frá Íslandi er varpað skýrara ljósi á hvernig mælingar fara fram og hvernig niðurstöður eru birtar.
Í Excel-skjalinu hér að neðan má nálgast tölur um utanferðir Íslendinga fyrir hvern mánuð aftur til ársins 2004.
Sjá einnig talningar á brottförum erlendra farþega undir liðnum Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll