Almennt um NATA
Ferðamálasamstarf Íslands, Færeyja og Grænlands hefur staðið um árabil og var ný skipan þess ákveðin í lok árs 2006 með stofnun North Atlantic Tourism Association, NATA. Markmið samningsins er að auka skilvirkni í samstarfi aðila er sinna ferðamálum í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi með því að styrkja, samhæfa og tryggja framboð samvinnuverkefna aðildarlandanna á þeim sviðum ferðamála þar sem þau eiga einkum sameiginlegra hagsmuna að gæta.
Styrkir til tvenns konar verkefna
NATA auglýsir að jafnaði eftir styrkjum tvisvar á ári, í byrjun árs og í ágúst. Í samræmi við það sem samningur landanna kveður á um er hægt að sækja um styrki til tvennskonar verkefna:
- Þróunar- og markaðsverkefna í ferðaþjónustu
- Ferðastyrki, t.d. vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna
Umsóknafrestur vegna næstu úthlutunar rennur út á miðnætti 27 febrúar 2023.
Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Vestnorden ferðakaupstefnan
Í samstarfinu er lögð áhersla á að fjölga kaupendum og alþjóðlegum fjölmiðlum á Vestnorden Travel Mart ferðakaupstefnunni sem löndin skiptast á að halda. Þetta er mikilvægasta kaupstefnan í ferðaþjónustu sem haldin er á Norður-Atlantshafssvæðinu en þar er koma saman ferðaþjónustuaðilar landanna þriggja auk kaupenda ferðaþjónustu frá öllum heimshornum.
Íslendingar halda Vestnorden annað hvert ár og hitt árið skiptast Grænlendingar og Færeyingar á um framkvæmdina. Næsta kaupstefna verður í Reykjavík 17.-18. október 2023.
Stjórn NATA
Tveir Íslendingar sitja í stjórn ferðamálasamstarfs Íslands, Grænlands og Færeyja auk tveggja fulltrúa frá hvoru hinna landanna. Fulltrúar Íslands eru:
- Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs Ferðamálastofu
- Lína Petra Þórarinsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu