Upplýsingasíða um umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
Opnað verður fyrir umsóknir um styrki vegna framkvæmda á árinu 2025 fimmtudaginn 12. september 2024.
Umsóknarfrestur er til kl. 16 þriðjudaginn 15. október 2024. Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til álita.
Hvað er styrkhæft?
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir er snúa að:
- Öryggi ferðamanna.
- Náttúruvernd, viðhaldi og uppbyggingu ferðamannastaða og ferðamannaleiða.
- Fjármögnun undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna áðurgreindra framkvæmda. Fyrirhuguðu verkefni skal í umsókn lýst svo skilmerkilega að mögulegt sé að meta styrkhæfi þess.
Styrkur greiðist út í samræmi við lög og reglugerð sjóðsins og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér reglurnar. Aðeins eru veittir styrkir til verkefna en ekki til staða eða aðila.
Mótframlag
Mótframlag styrkþega er að jafnaði 20% af styrkfjárhæð. Mótframlag getur verið í formi aðkeyptrar þjónustu, efnis og/eða vinnuframlags.
Sérstök áhersla lögð á minna sótt svæði og lengingu ferðatímabils
Í úthlutuninni er lögð áhersla á minna sótt svæði og lengingu ferðatímabils. Gæðamat sjóðsins mun taka mið af þessari áherslu og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér nýtt gæðamatsblað sjóðsins.
Takmarkanir á styrkveitingum
Framkvæmdasjóðnum er ekki heimilt að:
a) Veita framlög til rekstrarkostnaðar mannvirkja, náttúruverndarsvæða eða annarra ferðamannastaða.
b) Veita fjármagni til verkefna sem þegar er lokið.
c) Styrkja fyrirtæki sem hafa með höndum rekstur ferðamannastaða umfram þá hámarks-upphæð sem leyfilegt er
samkvæmt reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1407/2013 um minniháttaraðstoð (de minimis reglu),
nú að hámarki 200.000 evrur á hverju 36 mánaða tímabili að frádregnum öðrum styrkjum frá opinberum sjóðum
sem viðkomandi hefur fengið til sömu verkefna á sama tímabili.
d) Greiða fastan launakostnað umsækjenda, sbr. þó 2. mgr. 8. gr.
e) Veita styrki til ferðamannastaða sem ekki eru opnir gjaldfrjálsri umferð almennings. Heimilt er þó að taka gjald
fyrir veitta þjónustu.
f) Framkvæmdir sem eru á landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum
koma ekki til álita við úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Umsóknarferli vegna framkvæmda á árinu 2025
Umsóknartímabil er frá og með 12. september 2024 til kl. 16 þriðjudaginn 15. október.
Á island.is eru tvö umsóknareyðublöð. Umsækjandi er beðinn um að velja annaðhvort eyðublað I eða II eftir eðli verkefnisins, eins og sjá má hér:
I - Þjónusta/aðstaða á ferðamannastað eða ferðamannaleið:
Um er að ræða:
- Verkefni á stað, sem ekki er nú þegar skilgreindur sem ferðamannastaður en viðkomandi hefur áhuga að gera hann að slíkum - ný uppbygging.
- Nýja þjónustu eða aðstöðu á þegar skilgreindum ferðamannastað. Framkvæmdin mun auka afköst staðarins/svæðisins og/eða tengist öryggi eða náttúruvernd.
II - Úrbætur vegna náttúruverndar og/eða öryggis á ferðamannastað eða ferðamannaleið:
Um er að ræða:
- Verkefni þar sem verið er að bæta eða lagfæra núverandi aðstöðu á ferðamannastað sem tengist öryggi eða náttúruvernd.
- Aukin afköst við móttöku ferðamanna en þjónustustig er ekki hækkað. Ef um skipulags- og/eða byggingarleyfisskylda framkvæmd er að ræða, þá þarf að velja I – (Ný) þjónusta/aðstaða á ferðamannastað / ferðamannaleið.
Við mat á umsóknum er litið til forsendna og eðlis verkefna. Umsóknir eru metnar og þeim gefnar einkunnir á grundvelli gæðaviðmiða sem stjórn sjóðsins setur sér. Uppfylli umsókn ekki lögbundin skilyrði telst hún ekki styrkhæf og fellur hún þá ekki undir mat stjórnar. Umsækjendur eru hvattir til kynna sér gæðamatsblað sjóðsins.
Athugið að umsóknirnar virka ekki í vafranum Internet Explorer.
Þegar sótt er um skal gera grein fyrir meðal annars:
- Hver sækir um og hver ber ábyrgð á framkvæmdinni.
- Hvert verkefnið er með hnitmiðari lýsingu.
- Kostnaði við verkefnið og hvernig hann skiptist.
- Upplýsingar tengdar gæðamati.
Nauðsynleg og lýsandi fylgiskjöl með umsóknareyðublaði:
- Myndir/kort af umræddum ferðamannastað/leið.
- Myndir vegna náttúruverndar.
- Myndir vegna öryggis.
- Töluleg gögn ef framkvæmdin styður við sérstakar áherslur - minna sótt svæði og/eða lengingu ferðatímabils.
- Kostnaðaráætlun (í excel formati) þar sem gerð er grein fyrir mótframlagi, áætluðum heildarkostnaði við framkvæmdina og umbeðinni styrkupphæð.
- Ef sótt er um styrk fyrir byggingu mannvirkja eða til annarra leyfisskyldra framkvæmda þá verður samþykkt deiliskipulag, fullnaðarhönnun og framkvæmdaleyfi að liggja fyrir.
- Ef sótt er um styrk til skipulags- og hönnunarvinnu eða undirbúningsrannsókna þá verður að fylgja skrifleg umsögn sveitarstjórnar og/eða skipulagsfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.
-Umsögn sveitarfélags (útfyllanlegt PDF) - Skriflegt samþykki allra landeigenda/fulltrúa landeigenda og/eða umsjónaraðila staða og/eða svæða.
-Viljayfirlýsing / upplýst samþykki landeigenda (útfyllanlegt PDF)
Vistun á gögnum:
Eftir að umsókn er send inn birtist valmöguleikinn Sækja öll gögn umsóknar á pdf. Við mælum eindregið með að umsækjandi nýti sér þennan valkost og visti gögnin hjá sér.
Umsóknarfrestur:
Umsóknarfrestur er frá og með 12. september til kl. 16 þriðjudaginn 15. október 2024. Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til álita.
Athugið að innskráningartími í umsóknarkerfinu eru 45 mínútur frá því að smellt er á "Vista og áfram" hnappinn. Eftir það þarf umsækjandi að skrá sig inn aftur. Við mælum því eindregið með því að smella á "Vista og áfram" hnappinn reglulega til þess að umsækjandi haldast innskráður
Nánari upplýsingar eru veittar á netfangið framkvaemdasjodur@ferdamalastofa.is.
Aðrar áherslur og ábendingar til umsækjenda
- Umsækjendur eru hvattir til að vanda sig í hvívetna við gerð umsókna.
- Umsækjandi er hvattur til þess að vera búinn að vista hjá sér svörin við helstu spurningum umsóknarblaðs til að flýta fyrir gerð umsóknar ásamt myndum sem eiga að fylgja með.
- Áherslur Framkvæmdasjóðsins er varða skipulag og hönnun, útlit og gæði mannvirkja og merkinga koma m.a. fram í eftirfarandi ritum:
-
Lögð er áhersla á framkvæmdir þar sem horft er til heildarmyndar ferðamannastaða og tengsl þeirra við skipulagsáætlanir.
-
Styrkur er veittur til framkvæmda sem fyrirhuguð eru á ferðamannastöðum eða munu leiða til þess að staðirnir verða ferðmannastaðir.
Áfangastaðaáætlanir
Eitt af markmiðum laga um Framkvæmdasjóð ferðamanastaða er að styðja við svæðisbundna þróun. Til að ná því markmiði njóta verkefni, sem sett eru inn í gildandi áfangastaðaáætlun, sérstakrar stigagjafar til viðbótar annarri stigagjöf skv. gæðaviðmiðum umsóknar við tillögugerð til styrkveitinga ef verkefni/framkvæmd fellur að öðru leyti að lögum og reglum sjóðsins, markmiðum og fjármögnunarheimildum.
Til að verkefni njóti stigagjafar fyrir svæðisbundna þróun þarf eftirfarandi:
1) Verkefnið þarf að vera tilgreint í áfangastaðaáætlun eða aðgerðaráætlun svæðisins sem eru í opinberri birtingu í lok umsóknarfrests, sem að öllu jöfnu er í lok október á hvert.
2) Í áfangastaðaáætlun eða aðgerðaráætlun þarf að vera nánari verkefnalýsing fyrir verkefnið þannig að hægt verði að meta styrkhæfni þess miðað við lög og reglur sjóðsins. Í verkefnalýsingu kemur fram markmið verkefnis, stutt og hnitmiðuð verkefnalýsing og helstu verkþættir.