Ferðamálaráð Evrópu - ETC
Ferðamálastofa hefur í áratugi verið aðili að Ferðamálaráði Evrópu (European Travel Commission - ETC) fyrir Íslands hönd. ETC var stofnað árið 1948 og innan samtakanna eru nú 33 ferðamálaráð jafnmargra þjóða.
Helstu hlutverk ETC
- Markaðssetja Evrópu á fjærmörkuðum, einkum Bandaríkjunum, Kanada, Brasilíu og Kína
- Markaðsrannsóknir og gagnaöflun
- Efla tengsl og faglegt samstarf aðildarlandanna
- Samstarf við önnur samtök og stofnanir, svo sem Evrópuráðið, Alþjóða ferðamálaráðið (UNWTO) o.fl.