Fara í efni

Fjölmörg spennandi verkefni í gangi

Mynd: ©Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: ©Ragnar Th. Sigurðsson

birtingaráætlun rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu fyrir árið 2019 ber með sér að fjölmörg áhuagverð og spennandi verkefni eru í gangi eða í farvatninu.  Framsetning birtingaráætlunarinnar er liður í aukinni áherslu Ferðamálastofu á rannsóknir, söfnun og miðlun talnalegra upplýsinga og þannig betri þjónustu við atvinnugreinina.

Yfirlit um verkefni og áætlaðar dagsetningar

Í yfirlitinu eru listuð upp þau verkefni sem Ferðamálastofa hefur umsjón með og áætlaðar dagsetningar á kynningu niðurstaðna og útgáfudag skýrslna og talnaefnis. Birtingaráætlunin verður uppfærð jafn óðum.

Hádegisfyrirlestrar á hálfsmánaðar fresti

Líkt og fram kemur í birtingaráætluninni verða annan hvern föstudag haldnir hádegisfyrirlestrar á vegum Ferðamálastofu í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og fara fram í í húsnæði hans að Fiskislóð 10, 2. hæð. Kynningunum verður einnig streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu. Næsti fyrirlestur er föstudaginn 8. febrúar.

Brú á milli vísindasamfélagsins og atvinnulífisins

Hádegisfyrirlestrarnir eru hugsaðir sem vettvangur til að koma niðurstöðum úr könnunum og rannsóknum á ferðamálum, sem hið opinbera stendur fyrir, á framfæri við atvinnugreinina og samfélagið. En einnig eru þeim ætlað að skapa tækifæri fyrir rannsakendur í vísindasamfélaginu til að koma niðurstöðum á framfæri sínum til sama hóps. Með kynningunum vill Ferðamálastofa þannig leitast við að mynda brú á milli vísindasamfélagsins og atvinnulífisins.