Breyttar reglur á landamærum 19. ágúst - Leiðbeiningar varðandi sóttkví
16.08.2020
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Frá og með 19. ágúst þurfa allir komufarþegar að fara í tvöfalda skimun og 5-6 daga sóttkví. Landlæknisembættið hefur tekið saman leiðbeiningar á ensku sem gott væri að ferðaþjónustuaðilar kynni sér og myndu einnig senda á alla gesti sem væntanlegir eru til landsins á komandi dögum. Verið er að þýða þessar leiðbeiningar yfir á fleiri tungumál og verða þau sett inn á vef Ferðamálastofu um leið og þau eru tilbúin.
Gististöðum sem eru tilbúnir að taka við gestum í sóttkví í ljósi þessara nýju reglna er boðið að skrá sig sérstaklega.