Ferðakynning Antor í Sviþjóð
01.10.2009
Antor svíþjóð 09
Antor, alþjóðleg samtök ferðamálaráða, starfa í mörgum löndum og er Ferðamálastofa aðila fyrir Íslands hönd. Árleg ferðakynning Antor í Svíþjóð var haldin á dögunum og sá sendiráð Íslands í Stokkhólmi um framkvæmdina.
Kynningin í ár var haldin í húskynnum skemmtistaðarins Nalen í Stokkhólmi. Alls tóku fulltrúar 37 landa þátt í kynningunni sem ætluð er blaðamönnum, ferðaskrifstofum og ráðstefnufyrirtækjum í Svíþjóð. Fulltrúar sendiráðs Íslands í Stokkhólmi, Elín Óskarsdóttir og Rakel Mánadóttir, sáu um kynninguna og eru þær á meðfylgjandi mynd.