Fara í efni

Ferðamálaskýrsla OECD komin út - Sérkafli um Ísland

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

OECD -forsíðaAnnað hvert ár gefur ferðamálanefnd OECD út veglegt rit sem inniheldur helstu tölfræði og lýsingu á tilhögun ferðamála í öllum OECD löndunum. Skýrslan nefnist Tourism Trends & Policies 2020 hefur nýjasta útgáfa nú verið birt.

Í skýrslunni er horft til þróunarinnar á síðustu tveimur árum og mat lagt á hvert stefnir. Kastljósinu er sérstaklega beint að nauðsyn heildstæðrar stefnumótunar og þess mikilvægis sem ferðaþjónusta hefur fyrir efnahagslíf landa. Skýrslan er mikil að vöxtum og er hennar jafnan beðið með nokkurri eftirvæntingu en samanburðurinn sem hún býður upp á getur nýst með ýmsum hætti.

 

Sérkafli um Ísland

Hvert land á sinn kafla í skýrslunni og hefst landaprófíll Íslands á bls. 191. Auk tölfræði og gunnupplýsinga um ferðaþjónustuna er í skýrslunni sagt frá ýmsu af því sem verið er að gera hér á landi á vegum stjórnvalda hvað varðar stefnumótun og skipulag greinarinnar.

Tveir þemakaflar

Þá eru í skýrslunni tveir þemakaflar sem eru að þessu sinni fara yfir hvernig ferðaþjónustan þarf að búa sig undir stafræna framtíð og sjálfbæra þróun í ferðaþjónustu. Í þeim eru til dæmis tekin „best practice“ dæmi frá OECD löndunum, m.a. frá Íslandi.

Óvissutímar

Vart þarf að koma á óvart að skýrslan tekur meðal annars á þeirri óvissu sem segja má að ríki í ferðageiranum, óvissu sem sannarlega hefur verið í brennidepli eftir að COVID-19 veiran kom til skjalanna. Er m.a. leitast við að greina möguleg efnahagsleg áhrif faraldursins.

Opna skýrsluna