Ferðamenn frá áramótum komnir yfir 340 þúsund
21.12.2005
jeppividfjall
Samkvæmt talningum Ferðamálaráðs í Leifsstöð voru erlendir ferðamanna í nóvember síðastliðnum 15.500 talsins. Þar með eru erlendir ferðamenn frá áramótum orðnir tæplega 341 þúsund, um 4 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra og nemur aukningin 1,2% miðið við fyrstu 11 mánuði ársins.
Erlendum ferðamönnum fækkar í nóvember samanborið við nóvember í fyrra sem nemur um 460 gestum, eða 2,9%. Í töflunni hér að neðan má sjá fjölda ferðamanna fyrstu 11 mánuði ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Heildarniðurstöður talninga Ferðamálaráðs eru aðgengilegar í meðfylgjandi Excel-skjali. Talning ferðamanna í Leifsstöð 2002-2005 (Excel skjal)
Frá áramótum til nóvemberloka | ||||
2004 | 2005 | Mism. | % | |
Bandaríkin | 46.538 | 52.049 | 5.511 | 11,8% |
Bretland | 57.671 | 55.380 | -2.291 | -4,0% |
Danmörk | 31.637 | 33.349 | 1.712 | 5,4% |
Finnland | 7.246 | 7.971 | 725 | 10,0% |
Frakkland | 20.938 | 19.493 | -1.445 | -6,9% |
Holland | 10.743 | 10.634 | -109 | -1,0% |
Ítalía | 9.212 | 8.747 | -465 | -5,0% |
Japan | 6.045 | 5.579 | -466 | -7,7% |
Kanada | 3.259 | 3.285 | 26 | 0,8% |
Noregur | 26.001 | 23.098 | -2.903 | -11,2% |
Spánn | 5.528 | 6.267 | 739 | 13,4% |
Sviss | 6.873 | 6.461 | -412 | -6,0% |
Svíþjóð | 26.349 | 24.890 | -1.459 | -5,5% |
Þýskaland | 37.832 | 35.977 | -1.855 | -4,9% |
Önnur þjóðerni | 40.924 | 47.790 | 6.866 | 16,8% |
Samtals: | 336.796 | 340.970 | 4.174 | 1,2% |